32-liða úrslit Poweradebikarsins hjá körlunum fara fram um helgina. Strákarnir okkar eiga útileik við Álftanes og fer leikurinn fram á laugardag kl: 16:30.

Lið Álfanes spilar í 2.deild og  þeir hafa spilað þrjá leiki á tímabilinu og unnið einn. Mikilvægt er að strákarnir komi grimmir til leiks á laugardag því þó Hamarsliðið hafa unnið fyrstu þrjá leikina hefur spilamennska verið upp og ofan. Framunda eru svo mikilvægir leikir í deildinni.

Hvetjum fólk að gera sér bíltúr í bæinn á laugardaginn og hvetja strákana til sigurs 🙂

Áfram Hamar!