1.deildar lið karla og kvenna hjá Hamri byrja nýja árið af krafti.

Kvennalið Hamars sigraði botnlið ÍK, 3-1, í 6 stiga leik gerði svo gott betur og sigraði Vestra, einnig 3-1, í dag í öðrum 6 stiga leik og er nú aðeins 3 stigum á eftir Vestra sem situr í 5.sæti og 4 stigum á undan Fylki sem er í 7. sæti. Með sigrinum tókst Hamri að slíta sig nokkuð frá fallsætunum en liðið á eftir að leika við bæði ÍK og Fylki síðar á árinu.

Karlaliðið vann svo Stjörnuna örugglega 3-1 og er með 11 stig í öðru sæti deildarinnar, í harðri baráttu við Blakfélag Fjallabyggðar og HK B sem eru með 11 og 10 stig.

4.deildar lið kvenna keppir svo í 2. umferð Íslandsmótsins í 4. deild í dag og á morgun en liðið er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.