Hamarsmenn hafa fengið liðstyrk fyrir komandi átök í 1.deild karla, en Rúnar Ingi hefur ákveðið að ganga til liðsins frá Breiðablik þar sem hann lék á síðustu leiktíð. Rúnar Ingi hefur einnig spilað fyrir Val og Njarðvík á sínum ferli, en hefur nú ákveðið að ganga til liðs við Hamar. Rúnar gerði að meðaltali 7 stig fyrir Blika í fyrra ásamt því að skila tæpum 11 framlagsstigum að meðaltali. Fyrsti leikur Rúnar verður næst komandi Sunnudag þegar Hamarsmenn fara uppá Akranes og mæta liði ÍA, en það er jafnframt fyrsti leikurinn sem Hamar spilar á tímabilinu. Fyrsti heimaleikur liðsins er svo föstudaginn 14.okt.