32-liða úrslit Poweradebikarsins hjá körlunum fara fram um helgina. Strákarnir okkar eiga heimaleik við ÍA á morgun föstudag kl: 19:15.

Lið ÍA spilar í 1.deild eins og við en liðin mættust fyrir viku síðan í deildinni og þá unnu Hamarsmenn nokkuð örugglega. Gaman að segja frá því að þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem liðin mætast í bikarkeppninni.

Hvetjum fólk til að mæta í frystikistuna og hvetja strákana til sigurs

Áfram Hamar!