Hamar og keflavík mættustu í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld. Fyrir leikinn sátu heimastúlkur í 6 sæti deildarinnar, en Keflavík í því þriðja. Hamarstúlkur byrjuðu leikinn mun ákveðnari og komust þær í 18-11. Þá settu Keflavíkur stúlkur í gírinn og minnkuðu muninn niður í tvö stig, staðan 21-19 eftir fyrstaleikhluta. Í öðrum leikhluta var öllu jafnara. Liðin skiptust á að skora og fór Di’Amber mikinn fyrir heimastúlkur, Það var þó keflavík sem átti lokaorð fyrri hálfleiks þegar Bryndís skoraði og kom hún sínu liði yfir 36-37. Atkvæðamest hjá Hamari var Di’Amber með 14 stig en hjá Keflavík var Sara með 11 stig. Í síðari hálfleik voru það Keflavík sem tóku yfirhöndina, þær unnu þriðja leikhlutann með 12 stigum 8-20 og leiddu fyrir lokafjórðunginn 44-57. Muninum héldu þær svo lengst af í +-10 stigum eða þar til að um tvær mínútur voru til leiksloka. Þá byrjaði Hamarsliðið fínt áhlaup, þegar um 24 sekúndur voru eftir í stöðunni 64-72, fékk Di’Amber 3 vítaskot, eitt þeirra geigaði þó og því var munurinn 6 stig. Landry fékk svo tvö skot hinu megin sem bæði rötuðu rétta leið. Það var svo þegar 10 sek voru eftir að Di’Amber setti þrist frá selfossi og minnkaði muninn í þrjú stig 71-74. Hamarstúlkur brutu strax og Landry stillti sér upp á línuna, fyrra skotið geigaði!! en það seinna fór niður og Hamar tók leikhlé, Di’Amber fékk svo boltann og fór hún í þriggja stiga tilraun. Sú tilraun geigaði og leiknum lauk því með 4 stiga sigri Keflavíkur 71-75.

Hjá Hamri var Di’Amber með 26 stig og 9 fráköst en Fanney Lind með 14. Hjá Keflavík var Landry með 23 stig 5 fráköst og 4 stoðsendingar, en Bryndís skilaði trölla tvennu 18 stigum og 22 fráköstum