Næsta laugardag, 18. janúar kl. 11 fer fimleikadeildin í dósasöfnun hér í bænum og eru allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að mæta í áhaldahús bæjarins (við hliðina á slökkvistöðinni) á þessum tíma.

Krakkarnir fara í hús og biðja um dósir/plastflöskur/glerflöskur en foreldrar þurfa bæði að keyra þau og sjá um að telja þetta í áhaldahúsinu.

Nokkrir foreldrar hafa tekið að sér að vera umsjónaraðilar og verða í áhaldahúsinu til að úthluta götum og verkefnum. Boðið verður upp á smá hressingu. Ef þátttaka er góð gengur þetta hratt og vel fyrir sig 

Með von um að sjá sem flesta,

Stjórn fimleikadeildar Hamars