Í gær var dregið í 16-liða úrslit karla og kvenna í Powerade-bikarnum en drátturinn fór fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hamarsstrákarnir fengu útileik við ÍA sem spilar í 1. deild eins og við. Stelpurnar fengu svo heimaleik við Grindavík en bæði lið spila í Domino´s-deildinni. Leikið verður helgina 5 – 7. desember næstkomandi.

Stelpurnar verða svo í eldlínunni í kvöld þegar þær heimasækja Íslandsmeistarlið Snæfells í Stykkishólmi í Domino´s-deildinni.

Strákarnir eiga leik á föstudaginn við Hött á Egilsstöðum og þarna er á ferðinn toppslagur 1. deildar. Lið Hattar hefur bara tapað einum leik af fjórum í deildinni og strákarnir okkar hafa sigrað alla þrjá leiki sína.

Áfram Hamar!