Hamarsmenn gerðu góða ferð vestur á firði í gærkvöldi og sigruðu lið Vestra með 92 stigum gegn 69. Vestra menn byrjuðu leikinn betur og leiddu mest með 10 stigum 22-12. Hamarsmenn svöruðu þá með áhlaupi 10-35 og staðan í hálfleik 32-47. Hamarsmenn héldu svo uppteknum hætti er 3 leikhluti hafðist og leiddu fyrir loka fjórðunginn 47-75. Þar með voru úrslitin ráðinn og síðasti leikhlutinn aðeins formsatriði. Leikar enduðu sem fyrr segir 69-92. Örn Sigurðarson átti afbragðsleik með 24 stig og 9 fráköst. Chris Woods gerði svo 21 stig og tók 11 fráköst.

 

Næsti leikur fer fram næstkomandi mánudagskvöld í Hveragerði kl 20:00. Leikurinn var færður um einn dag en upphaflega var hann settur á Sunnudeginum.