Strákarnir okkar í 7. Flokk fara vel af stað á þriðju helgi íslandsmótsins, mótið er haldið í Hamarshöllinni bæði laugardag og sunnudag og hafa okkar menn farið vel af stað með sigrum á Grindavík og Stjörnunni. Strákarnir eru að keppa í b – riðli sem er annar sterkasti riðill í þeirra aldurhópi og því gríðarlega gaman fyrir strákna að byrja svona vel á heimavelli. Á morgun (sunnudaginn 8. Feb) eru strákarnir svo að spila seinni tvo leikina sína og þá ræðst hvar þeir enda í b – riðlinum.