Í dag var dregið 8-liða úrslit Poweradebikarsins en drátturinn fór fram í  íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Okkar strákar hafa staðið sig vel í keppninni og voru í skálinni góðu og fengu heimaleik við Stjörnuna sem spilar í Dominos deildinni. Stjarnan hefur verið með betri liðum landsins undanfarin ár en með Stjörnunni leikur Marvin Valdimarsson sem þekkir vel til í frystikistunni en hann á að baki nokkur góð tímabil með Hamri.

Okkar drengir hafa slegið út Álftanes og ÍA í keppninni á meðan Stjarnan hefur slegið út Hauka og ÍR. Leikdagar eru 17 til 19. janúar en leikdagur verður auglýst síðar.

Áfram Hamar!