KR stúlkur voru góðar í kvöld þegar þær unnu okkar stúlkur 44-82 en allt í reynslubankann hja okkar konum.

Þáttaskil

Þáttaskilin komu í 2. og 3. leikhluta þegar KR kláraði leikinn og í raun var staðan í hálfleik það afgerandi að lítil spenna var í leiknum og báðir þjálfarar rúlluðu á öllum sínum mannskap.  

Tölfræðin lýgur ekki

23-42 í hálfleik og bara helgin framundan hjá báðum liðum. Tölfærðin var öll gestunum í vil og engin einn leikmaður sem skaraði fram út í stigaskori eða frákastagleðinni. Dómararnir voru í aðalhlutverki með fjöldan allan af villudómum(55) í annars ekki svo grófum leik. Lokatölur 44-82 en samt vann Hamar síðasta leikhlutann 17-12 sem smá sárabætur.

Kjarninn

Hamars konur voru ragar að sækja á körfuna og sýndu ekki sama leik og td. í Grindavík fyrir 2 vikum þar sem trúin var klárlega meiri en gegn KR í kvöld. KR er með meiri breidd og kjarnan ungar stelpur með reynsluboltum inn á milli og stefnir allt í að þær fari upp um deild, annað er stórslys. Það var í raun miklu betra flæði á leik KR eftir að Desiree Ramos fór á bekkin í 1.leikhluta með 3 villur.

Góður dagur hjá liðsheild KR og Hamars konur komst ekki skrefinu lengra en KR vörnin leyfði þeim.

Slæmur dagur… mikið sem Hamarskonur þurfa að æfa vítaskotin og enn einn slæmur dagur á vítalínunni. Allt Hamarsliðið getur miklu betur en samt enginn að tapa gleðinni í blómabænum.

 

Tölfræði

http://www.fibalivestats.com/u/KKI/646638/bs.html