Dregið var í bikarkeppni KKÍ nú rétt í þessu og fengu Hamarsmenn heimaleik gegn Hetti frá Egilsstöðum. Liðin mættust nýverið á dögunum í 1.deildinni, en þá bar lið Hattar sigur úr býtum. Hamarsmenn eiga því harma að hefna gegn Hetti en leikurinn er leikinn helgina 5-7 Nóvember. Hamarsmenn leika svo einnig í kvöld gegn liði Vestra í kvöld og hefst leikurinn kl 19:15 á Ísafirði.