Firmakeppni badmintondeildar Hamars fór fram í Hamarshöllinni, laugardaginn 29. mars sl. Það voru 37 fyrirtæki sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni og var keppnin liður í fjáröflun badmintondeildarinnar. Fjölmennt lið frá Aftureldingu í Mosfellsbæ heimsótti okkur og var með í keppninni, en Aftureldingarmenn voru í æfingabúðum hér í Hveragerði þessa helgi.
Sigurvegarar í keppninni urðu Bjarndís Helga Blöndal og Maria Thors, sem kepptu fyrir Varmá Restaurant / Frost og Funi guesthouse. Þær sigruðu Guðjón Helga Auðunsson og Aron Óttarsson, sem kepptu fyrir Blómaborg í æsispennandi úrslitaleik sem fór í oddalotu, 21-18 , 17-21 og 21-19.
Eftir mótið var slegið upp pizzuveislu frá Hoflandsetrinu.

Badmintondeild Hamars vill koma á framfæri kæru þakklæti til allra þeirra sem þátt tóku í mótinu, fyrirtækjunum sem styrktu þá og síðast en ekki síst Mosfellingum í Aftureldingu.

Meira hér