Það var öruggur sigur okkar stúlkna í Dominos deildinni í kvöld, en ekki þó fyrirhafnar laus. Loka staðan 57-73 og Hamar komið í 4. sæti deildarinnar en með sama stigafjölda og Valur og  Grindavík eða 10 stig.

Það var góð byrjun í kvöld hjá Hamri sem komust í 0-9 en Grindavíkur stúlkur gáfu ekki svo létt eftir. Staðan 20-24 eftir fyrsta leikhluta og 36-38 í hálfleik. Erfiðlega gékk að eiga við Lauren Oosdyke hjá þeim gulu sem var með 20 stig og 13 fráköst í fyrri hálfleik einum.

Okkar stúlkur sýndu yfirvegum í síðari hálfleik og eftir 5 mínútur í 3ja leikhluta, í stöðunni 47-48, gaf Grindavíkur stúlkur eftir og skoruðu aðeins 10 stig á síðustu 15 mínútum leiksins gegn 25 stigum Hamars. Betur gékk að stöðva Oosdyke sem skoraði aðeins 5 stig í síðar hálfleik.

Marín Laufey var öflug, sérstaklega í síðari hálfleik, með 20 stig og tók 18 fráköst, Di’Amber setti 20 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Fanney Lind skoraði 17/6 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 11/8 stolnir boltar og Jenný Harðardóttir 5 stig.  Öll tölfræði úr leiknum hér. 

Dagný Lísa var ekki með í kvöld vegna meiðsla en verður að öllu óbreyttu með gegn Val í næsta leik.

Þess má að lokum geta að Lárus Ingi formaður er veikur heima eftir dóm aganefndar sem byrtur var í dag. Þar er Hamri gert að greiða  15 þúsund í sekt fyrir framkomu hans í garð dómara í lok leiks Hamars og Keflavíkur á sunnudaginn. Spurning hvort formaðurinn hafi lagst undir feld út af sektarkennd? 

 Mynd: Guðmundur Erlingsson