Þann 30.apríl var haldið HSK mót í 10.flokk stráka og stelpna í Hveragerði. Hamar, Hrunamenn, Hamar B og Þór Þorlákshöfn tóku þátt í þessu móti en Hamar B er sameiginlegt lið stúlkna frá Hamri og Hrunamönnum.

Þetta var síðasta körfuboltamót vetrarins í þessum flokki þannig ekki vantaði keppnina þó svo að mótið sjálft sé fyrst og fremst upp á gamanið gert.

Hamar varð HSK meistari 10.flokks drengja eftir að sigra Hrunamenn og síðan Þór Þorlákshöfn í algjörum úrslitaleik sem endaði með 61-57 sigri Hamars í tví framlengdum leik þar sem spennan var mikil og leikmenn sýndu glæsilega takta undir mikilli pressu.

Mótið endaði síðan á því að grillaðar voru pulsur í sumarveðrinu og fóru allir heim með bros á vör eftir skemmtilegt mót og skemmtilegan körfubolta vetur.