Hamar mætti Kára í Borgunarbikarnum, bikarkeppni KSÍ s.l Laugardag. Kári er frá Akranesi og hafa þeir verið að gera góða hluti á undirbúningstímabilinu, þeir enduðu sem sigurvegarar í Lengjubikarnum og hafa verið að styrkja sitt lið undanfarið. Kári spilar í 3. deild í sumar á meðan Hamar spilar í 4. deild.

Hamarsmenn byrjuðu leikinn af krafti og fengu nokkur ágæt færi í byrjun leiks. Hamar varðist vel og lokaði á þau svæði sem Káramenn eru hættulegastir í. Flott barátta var í Hamarsmönnum og voru þeir að vinna saman sem lið í fyrri hálfleik. Á 33. mínútu náði Kári að komast inn fyrir vörn Hamars og skora laglegt mark. Staðan var 0-1 í hálfleik fyrir Kára þrátt fyrir góða barráttu og ágæt marktækifæri Hamarsmanna í fyrri hálfleik. Á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks skoruðu Kári tvö mörk og var staðan orðinn 0-3 fyrir Kára þegar 50 mínútur voru búnar af leiknum. Eftir þetta gáfust Hamarsmenn upp og mörkin komu á færibandi. Káramenn spiluðu mjög flottann fótbolta og höfðu Hamarsmenn enginn svör við því. Til að gera langa sögu stutta þá endaði leikurinn 0 – 7 fyrir Kára. Kári greinilega með hörkulið sem á eftir að gera góða hluti í sumar og Hamar þurfa að læra af þessum leik og vera tilbúnir í átökin þegar íslandsmótið hefst.

Íslandsmótið hefst svo 22. Maí þegar Hamar tekur á móti Stokkseyri á Grýluvelli.

Byrjunarlið Hamars:

Markvörður: Hlynur Kára

Varnarmenn: Haffi Vilberg – Hákon – Indriði – Tómas

Miðjumenn: Ölli – Máni – Helgi

Kantmenn: Aron – Frissi

Framherji: Arnar.

Skiptingar:

53.mín Arnar (ÚT) – Brynjar (INN)

63.mín Tómas (ÚT) – Ásgeir (INN)

63.mín Máni (ÚT) – Hafsteinn (INN)

Ónotaðir varamenn:

Nikulás – Friðbjörn – Diddi – Ómar