Hamarsmenn fengu flottan liðsstyrk nú undir lok gluggans en Ármann Örn Vilbergsson gekk til liðs við Hamar frá Grindavík. Ármann hefur fengið leikheimild og verður hans fyrsti leikur gegn nöfnum sínum í Ármanni á föstudaginn 20 nóvember kemur. Hamarsmenn unnu sinn síðasta leik gegn KFÍ á heimavelli og eru í 7 sæti deildarinnar með 2 sigra og 2 töp.