Hjalti Valur Þorsteinsson hefur verið ráðinn styrktarþjálfari Hamars fyrir komandi átök í 1 deild karla í vetur. Hjalta Val ættu flestir Hamarsmenn að þekkja en hann spilaði með liðinu í gegnum alla yngriflokka og á 40 leiki að baki með meistaraflokk félagsins. Hjalti Valur hefur séð um styrktaræfingar fyrir strákanna í sumar og sér til þess að allir mæti í topp formi þegar blásið verður til leiks í byrjun Október. Hjalti er útskrifaður ÍAK-einkaþjálfari og verður hann Andra til aðstoðar með lið Hamars í vetur.

Hér má kynna sér störf Hjalta Vals betur

https://www.facebook.com/hjaltivalur/