Hamar og Valur mættust í Frystikistunna í Hveragerði í kvöld og hófu 13.umferðina. Liðin höfðu nýlega leikið gegn hvort öðru í bikarnum þar sem að Valsstúlkur höfðu betur. Leikurinn byrjaði með mikilli hörku og Valsstúlkur komust fljótt yfir 7-17. Hamarstúlkur léttu það þó ekki á sig fá og minnkuðu muninn niður í 5 stig og staðan eftir fyrsta leikhluta 14-19 Val í vil. Butler fór mikinn í liði Vals og var kominn með 9 stig. Í öðrum leikhluta snérust svo hluturnir við. Hamar byrjaði að spila hörku vörn og á hinu enda vallarins fór Marín á kostum og Hamarsstúlkur komnir yfir í hálfleik 37-32. Þriðji leikhlutinn byrjaði þó líkt og leikurinn sjálfur með yfirhönd Vals. Hamarsstúlkur bitu þó alltaf frá sér og héldu liðin inní lokafjórungin jöfn 51-51. Fjórði leikhlutinn var síðan í eigu Hamarskvenna en þær fengu ekki á sig körfu fyrstu 4 mínúturnar og voru þær komnar í 59-51 með 5 mínútur eftir. Þá skoraði Butler tvær körfur og lagaði stöðuna en það voru fyrstu stig hennar síðan í fyrstaleikhluta. DiÁmber fór hins vegar á kostum í liði Hamars og átti alltaf svör við árásum Vals og skiliður Hamarsstelpur þægilegum átta stiga sigri í hús 72-64. Hjá Hamari var DiÁmber með 25 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst og Marín var einnig frábær með 22 stig og 8 fráköst. Hjá Val voru það ggömlu Hamarsstúlkurnar se, voru atkvæðamestar Kristrún með 24 stig og Guðbjörg með 16 og 7 fráköst.