Lokahóf knattspyrnudeildar Hamars var haldið Hoflandsetrinu á dögunum. Leikmenn og aðstandendur liðsins komu saman og snæddu góðann kvöldverð og fóru yfir tímabilið. Á lokahófinu voru leikmenn heiðraðir fyrir frammistöðu sína. Daníel Rögnvaldsson var kosinn besti leikmaður tímabilsins og var hann einnig markahæsti leikmaður tímabilsins en hann skoraði 16 mörk í 11 leikjum. Friðrik Örn Emilsson var kosin efnilegastur. Hermann Ármannsson var besti félaginn.

Mikil ánægja var með tímabilið og eru leikmenn reynslunni ríkari. Nú styttist í undirbúning fyrir næsta tímabil og er mikil áhersla lögð á að halda sama leikmannahóp og síðasta sumar. Æfingar hefjast 3. Nóvember í Hamarshöllinni og mun liðið spila nokkra æfingaleiki í byrjun undirbúningstímabils.

IMG_1322

Friðrik Örn ásamt Steina formanni.