Hamarsstrákarnir spiluðu sinn fyrsta heimaleik í 1. deildinni á þessu tímabili í gærkvöldi þegar gulklæddir Skagamenn kíktu í heimsókn í frystikistuna. Leikir þessara liða hafa oft verið skemmtilegir og mikil barátta en leikurinn í gær olli þó nokkrum vonbrigðum.

Töluvert var um mistök hjá báðum liðum í fyrsta leikhluta og Skagamenn ofast undan að skora. Bæði lið spiluðu ágætis varnaleik í þessum fyrsta leikhluta sem sást á stigaskorinu, en skaginn leiddi 17-18 af leikhlutanum loknum.

Í öðrum leikhluta gekk sóknin betur hjá liðunum en á kostnað varnarleiksins sem var mjög slakur hjá báðum liðum. Bandaríkjamaður okkar Hamarsmanna, Samuel Prescott Jr., átti frábæran annan leikhluta og tók leikinn yfir á stuttum kafla en kappinn gerði 16 stig í leikhlutanum. Um miðbik annars leikhluta náði Hamar 18 stiga forustu, 45-27, og voru þá í dauðafæri að ganga frá leiknum en gerðu það ekki og Skaginn kom með gott áhlaup og skoruðu hverjar körfuna af fætur annarri síðustu fimm mínútur leikhlutans. Leikhlutinn fór 34-27 fyrir Hamri og  staðan í hálfleik 51-45.

Hallgrímur þjálfari hefur greinilega messað vel yfir strákunum í hálfleik því liðið kom með miklum krafti inní þriðja leikhluta og vörnin var mjög góð. Tölur eins og 57-47, 67-52 og 74-52 sáustu í þessum leikhluta og Hamarsliðið var með góð tök á leiknum. Aðeins Sean Wesley Tate í liði Skagmanna sýndi eitthvað af viti en aðrir voru farþegar hjá þeim. Mjög góður leikhluti hjá Hamri sem vann hann  25-14 og staðan fyrir síðasta leikhlutann 76-59.

Fjórði leikhluti var grútleiðinlegur og Hamarsliðið verður að gera betur en þeir sýndu á löngum köflum í þessu síðasta leikhluta. Varnarleikur liðsins var lélegur eins og í öðrum leikhluta og Skagamenn unnu leikhlutann 22-27. Líklega var komin einhver værukærð í Hamarsmenn en það verður að spila allar 40 mínúturnar og læra að ganga frá leikjum eins og liðið átti að gera í gær. Lokatölur voru 98-86 og sóknarleikur liðsins mjög góður en Hallgrímur getur ekki verið sáttur með varnarleik liðsins á köflum í leiknum.

Maður leiksins hjá Hamri var Samuel Prescott Jr. með 36 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og með mjög góða skotnýtingu. Oddur Ólafs átti einnig öflugan leik með 13 stoðsendingar, 8 fráköst og bætti við 6 stigum auk þess að spila öflugan varnarleik og stjórnaðir leik liðsins með mikilli prýði. Siggi Haff, Össi og Steini Gunn skiluðu allir sínu mjög vel en byrjunarliði skoraði 87 stig af þessum 98. Byrjunarliðið var Oddur, Siggi, Samuel Prescot, Össi og Steini.

Það er ekki hjá því komist að rita um dómar leiksins þá Sigurbald og Gunnar Thor. Þeir höfðu skelfileg tök á leiknum og misræmi í dómum var mjög mikið, studum mikið leyft og svo allt í einu lítið leyft. Leikurinn var ekkert svo harður en samt voru dæmdar 58 villur í leiknum sem er fáránlega mikið en sem dæmi voru dæmdar 35 villur í leik Hauka og KR í Domino’s deild karla á sama tíma. Þeir læra vonandi af þessu því svona dómgæsla eins og sást í gær er ekki boðleg frá stéttinni. Rétt er að minna á það samt að dómgæslan hallaði á hvorugt liðið í leiknum.

Næsti leikur hjá strákunum er í bikarnum en þá koma einmitt Skagamenn aftur í heimsókn næstkomandi föstudag.

Áfram Hamar!

Mynd: sunnlenska.is