Hamarsmenn kíktu í Vodafone-höllina á fimmtudagskvöldið og léku við heima menn í Val.
Það er óhætt að segja að leikurinn hafi verið sveiflukenndur þar sem liðin skiptust á að gera áhlaup hvort á annað.

Leikurinn fór jafnt af stað og leiddu Hamarsmenn 4-5 þegar tvær mínútur voru liðnar af leiknum. Valsmenn hættu þó að setja skotinn sín og gegnu Hamarsmenn á lagið og tóku 8-0 sprett 4-13. Í þeirri stöðu fékk Danero sótta villu á Snorra en í leiðinni tæknivillu á sjálfan sig og tók því Ágúst þjálfari Vals leikhlé. Hamarsmenn létu kné fylgja kviði og kláruðu leikhlutann sterkt með lokaskoti frá Halldóri sem setti þrist niður á sama tíma og flautan gall, staðn 10-24 og litu Hamarsmenn vel út. Halldór var ekki búinn að segja sitt síðasta með þessu skoti því hann setti tvo þrista í byrjun annars leikhluta og leiddu Hamarsmenn með 20 stigum 12-32. En þá tók við skelfilegur kafli, Sömu menn og virtust ætla að ganga frá Valsmönnum breytust í litla stráka sem gerðu mistök líkt og byrjendur var að ræða, vörnin hrundi líkt og spilablokk og enginn trú var í skotunum. Valsmenn minnkuðu muninn niður í 4 stig 28-32 og útlitið ansi svart. Þeir náðu þó aðeins að berjast undir lok hálfleiksins og staðan 34-39 Hamri í vil.

Síðari hálfleikur fór vel af stað og aftur voru Hamarsmenn mættir til leiks með Julian Nelson í broddi fylkingar. Örn Sigurðsson setti síðan niður 3 stiga körfu og Julian einnig og staðan kominn aftur uppí 19 stig, 40-59. Valsmenn löguðu þó stöðunna örlítið fyrir lokaleikhlutann og staðan 50-64. Hamarsmenn virtust ætla að sigla þægilegum sigri í höfn en þeir héldu 15 stiga forskoti þegar 7 mínútur voru til leiksloka 60-75. En þá gerðist aftur eitthvað sem engum gat dottið í hug að gæti skeð. Menn fóru að kasta boltanum frá sér hægri vinstri og skrefa og alls konar tapaðir boltar fengu að lita dagsins ljós. Það var svo þegar að ein og hálf mínúta var til leiksloka að maður var farinn að sjá tapið. Bjartmar fékk þá dæmd á sig skref aðra sóknina í röð og lét óánægju sína bitna á greyið boltanum sem ekkert hafði gert, við það uppskar hann tæknivillu og þar með sína fimmtu villu, afar vandræðalegt hjá Bjartmari. Danero setti vítið niður og staðan skyndilega orðin 71-77, Valsmenn reyndu þrist en skotið hjá Benedikt leikmanni Vals geigaði, sem kom þó engum í opna skjöldu þar sem hann hafði einungis hitt einu skoti utan af velli í 12 tilraunum, og Hamarsmenn áttu innkast. Nú gat maður andað léttar, eða það hélt maður að minnsta kosti, en Nei, Þorsteinn kastaði í gegnum klofið á Erni og útaf og því áttu skyndilega Valsmenn innkast og aftur komnir inní leikinn. Valsmönnum tókst þó ekki að nýta sóknina og sluppu Hamarsmenn með skrekkinn í þetta skiptið. Endaði leikurinn með 12 stiga sigri 71-83. Margir hlutir þurfa að lagast ef ekki á illa að fara æi næsta leik, vörnin var ekki til staðar og megum við þakka fyrir hræðilega skotnýtingu hjá Valsmönnum sem hittu einungis úr 3 skotum í 33 tilraunum utan af velli. Þó má ekki gleymast að líta á jákvæðu hliðarnar í leik Hamars en þeir spiluðu fínan sóknarleik á köflum og ekki er hægt að saka alla um lélegan varnarleik.

Bestur í liði Hamars var Þorsteinn með 12 stig og 23 fráköst, næstur var Julian Nelson með 29 stig og 5 fráköst, en hann þarf þó aðeins að bæta leik sinn, Halldór skilaði fínum mínútum í sóknarleiknum og skoraði 15 stig, Gaman var að sjá Örn koma til baka en hann átti fína kafla í leiknum og endaði með 11 stig og 6 fráköst, Snorri spilaði fína vörn og ekkert hægt að setja út á hann, en hann meiddist undir lok leiks og óskum við honum skjóts bata. Bjartmar átti ekki sinn besta dag og var hann að tapa boltanum of mikið, þó gerði hann vel í að finna samherja sína á köflum og skilaði hann 6 stoðsendingum, aðrir sem komu af bekknum voru fínir, þó þarf meiri grimmd og ákefð í menn fyrir næsta leik sem er á föstudaginn næsta gegn Blikum úti.