Yngri hópur á körfuboltanámskeið kkd Hamars í águstmánuði

Nú er veturinn kominn þokkalega af stað hjá okkur í kkd Hamars og íslandsmótin að byrja hjá yngri flokkunum. Það er jú víst þannig að þótt að við viljum öll hafa sem mest gaman af íþróttinni okkar þá er það líka þannig að stór eða stærstur hluti af iðkendum okkar vilja keppa og allir vilja vinna, en það er nú ekki alveg þannig að allir geti unnið. Þó þjálfari og leikmenn fari af stað í leikinn með staðfastan vilja að sigra leikinn þá þurfa einhverjir að tapa, það má því kannski segja að það sé jafnvel stærri hluti og mun erfiðari fyrir þjálfara að kenna iðkendum sínum að taka tapi á drengilega hátt þótt vissulega eigi enginn að vera sáttur við að tapa. Þessar hugleiðingar mínar koma í framhaldi af því að ég hef verið undanfarna daga að skipuleggja mótahald fyrir krakkana okkar í körfunni í Hveragerði og fattaði þá að ég hafði aldrei rætt þann hluta, hvernig ætti að taka tapi, á æfingum heldur einblínt á tækniþjálfun og þrek hlutan. Það mun því reyna mikið á þjálfara hjá kkd Hamars á næstu helgum því þótt við óskum þess að vinna alla leiki þá eru nú einhverjar líkur á að einhver hluti leikjanna tapist því miður, vonandi komum við samt með fleirri sigurleiki en tap leiki og vonandi geta allir borið höfuðið hátt eftir drengilega keppni.

Annað atriði sem ég sem þjálfari hjá kkd Hamars hafði ekki gert mér grein fyrir er að bara núna í október mánuði munu átta yngri flokkar taka þátt í mótum á vegum körfuknattleikssambands íslands og ef við teljum með þá flokka sem keppa á opnum mótum(yngri en 10 ára) eru ellefu flokkar að keppa í Október. Þetta er gríðarlegur fjöldi af liðum og verð ég að viðurkenna að það er smá stolt í gangi yfir þeim fjölda yngri iðkenda sem kkd Hamars teflir fram nú í vetur. Eitt er þó sem mig langar til að bæta og það er að þessi mikli fjöldi barna sem æfa körfuknattleik hjá Hamri komi á leiki hjá mfl karla og kvenna og styðji sitt lið því vonandi er það vetvangurinn sem þau stefna flest á og það er jú bæði gott og holt fyrir börnin að hafa góðar fyrirmyndir í sýnu nærumhverfi. Næsti heimaleikur hjá kvennaliði Hamars er miðvikudaginn 15. okt gegn Breiðablik og hjá körlunum er fyrsti heimaleikurinn gegn Fsu 23. okt, og hvet ég sem flest börn til að mæta á leikina og auðvitað væri frábært að fá foreldra með líka.

Með körfubolta kveðju Daði Steinn Arnarsson