Entries by

Frábær árangur Hamars á Íslandsmóti unglinga í badminton.

Glæsilegt Íslandsmót unglinga var haldið í TBR húsunum 5. – 7. apríl sl. 129 keppendur voru skráðir til leiks. Hamar valdi 18 keppendur að þessu sinni til keppni, bæði í A og B flokkum og sex fóru áfram í undanúrslitin á sunnudeginum. Tveir Íslandsmeistaratitlar komu yfir heiðina og tvö silfur. Rebekka Einarsdóttir er Íslandsmeistari í […]

Glæsilegur árangur Hamars á Unglingameistaramóti UMFA í badminton

Hamar hrúgaði inn verðlaunum á Unglingameistaramóti UMFA um helgina.  Úlfur Þórhallson vann tvö silfur í U17A í einliða- og í tvíliðaleik með Ástþóri Gauta Þorvaldssyni TBR. Rakel Rós Guðmundsdóttir sigraði einliðaleik í U17 og fékk silfur með Rebekku Einarsdóttur í tvíliðaleik. Rebekka keppti upp fyrir sig í tvíliðaleik en vann svo tvö gull í sínum […]

Tvö silfur á Íslandsmóti öldunga

Íslandsmót öldunga í badminton fór fram í Strandgötunni í Hafnarfirði dagana 17. – 18. nóvember í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Spilað var í flokkum 35+ og uppúr í 15 greinum. Alls tóku 47 leikmenn þátt frá fimm félögum, TBR, BH, UMFA, KR og Hamri. Hamar átti einn fulltrúa að þessu sinni og náði Hrund Guðmundsdóttir […]

Meistaramót UMFA 2023

Hamar sendi Hrund Guðmundsdóttur og Úlf Þórhallsson á Meistaramót UMFA sem var haldið í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ helgina 23.-24. september sl. Spilað var í riðlum og sigraði Hrund tvíliðaleik kvenna í 1.deild með Sigrúnu Marteinsdóttur úr TBR. Úlfur náði ekki upp úr erfiðum riðli í 2. deild en tók heilmikið til baka í […]

Reykjavíkurmót unglinga 2023

Róbert yfirþjálfari valdi níu krakka til að taka þátt í sterku móti í TBR um helgina þar sem 105 keppendur tóku þátt. Mótið er fyrsta A-mót vetrarins þar sem allir bestu badmintonspilarar landsins kepptu í flokkum U11 – U19. Krakkarnir fengu aldeilis að spreyta sig á móti þeim bestu og sáum við vel hvað sumaræfingarnar […]

Vetrarstarf Badmintondeildarinnar komið á fullt

Nú eru æfingar byrjaðar hjá deildinni og er hægt að finna allar upplýsingar um æfingatíma og æfingagjöld hér á síðunni.  Börn og unglingarBarna- og unglingastarfið fer vel af stað. Vegna plássleysis er ekki hægt að getu- eða aldursskipta æfingunum eins og er. Róbert hefur Úlf með sér með yngstu hópana í fjölgreinunum og sömuleiðis fær […]