Róbert yfirþjálfari valdi níu krakka til að taka þátt í sterku móti í TBR um helgina þar sem 105 keppendur tóku þátt. Mótið er fyrsta A-mót vetrarins þar sem allir bestu badmintonspilarar landsins kepptu í flokkum U11 – U19. Krakkarnir fengu aldeilis að spreyta sig á móti þeim bestu og sáum við vel hvað sumaræfingarnar hafa skilað sér. Íris Þórhallsdóttir varð tvöfaldur Reykjavíkurmeistari í Snótum U11 en hún sigraði í tvíliðaleik með Ronju Vignisdóttur úr Hamri og tvenndarleikinn með Nam Quoc Nguyen úr KR. Íris fékk einnig silfur í einliðaleik en Lilja Guðrún Kristjánsdóttir úr BH sigraði flokkinn.
Úlfur Þórhallsson fékk silfur í tvíliðaleik Drengir – U17 með félaga sínu úr Birni Ágústi Ólafssyni úr BH en þeir töpuðu fyrir Eggerti Þór Eggertssyni og Óðni Magnússyni úr TBR.
Það er greinilegt að sumaræfingarnar eru að skila sér í hús því við áttum sjö spilara í undanúrslitaumferðinni á sunnudeginum og sýndu þau öll að þau geta vel spilað í A-flokks mótum í vetur.

Vel gert krakkar – ÁFRAM HAMAR!!
Öll úrslit úr mótinu má finna hér.

Ljósmynd: TBR