Blakstjórn 2022

Á aðalfundi Blakdeildar Hamars þann 28.2.2022 var kosin ný stjórn. Barbara gaf ekki kost á sér áfram sem formaður auk þess sem allir stjórnamenn stigu til hliðar. Ný stjórn Blakdeildar Hamars var kosin og í henni eru:

Hafsteinn Valdimarsson, formaður

Bryndís Sigurðardóttir, Guðmundur Vignir Sigurðsson, Hilmar Sigurjónsson og Matthea Sigurðardóttir.

Blakstjórn 2021

Öll stjórnin gaf kost á sér áfram.

Blakstjórn 2020

Tveir nýir einstaklingar tóku sæti í stjórn Blakdeildar Hamars á dögunum. Fráfarandi stjórnarmenn eru Hugrún Ólafsdóttir, sem jafnframt var gjaldkeri og Hermann Ólafsson meðstjórnandi. Í stjórn gengu Anna Mazurek og Ingi Björn Ingason sem meðstjórnendur. Barbara Meyer er áfram formaður og auk henni sitja áfram í stjórn Andri Þorfinnur Ásgeirsson, sem var einnig kosinn gjaldkeri og Greta Sverrisdóttir meðstjórnandi.

Stjórnamenn blakdeildarinnar Hamars 2020: f.v.: Andri Þ. Ásgeirsson, gjaldkeri, Ingi B. Ingason meðstjórnandi, Barbara Meyer formaður, Greta Sverrisdóttir, meðstjórnandi og Anna K. Mazurek meðstjórnandi.