Tveir nýir einstaklingar tóku sæti í stjórn Blakdeildar Hamars á dögunum. Fráfarandi stjórnarmenn eru Hugrún Ólafsdóttir, sem jafnframt var gjaldkeri og Hermann Ólafsson meðstjórnandi. Í stjórn gengu Anna Mazurek og Ingi Björn Ingason sem meðstjórnendur. Barbara Meyer er áfram formaður og auk henni sitja áfram í stjórn Andri Þorfinnur Ásgeirsson, sem var einnig kosinn gjaldkeri og Greta Sverrisdóttir meðstjórnandi.
