Það segir sig sjálft, að þegar íþróttalið keppi í meistaraflokki að það krefst mikla vinnu og framlag. Bæði frá leikmönnum, þjálfara, aðstoðafólkinu og sjálfboðaliðum. Því hef ég haft lítinn tíma til að senda inn reglulega fréttir en við höfum verið á netinu og í fjölmiðlum, þannig það ætti ekkiað hafa farið framhjá neinum, að HAMAR tók þrennuna á sínu fyrsta ári í úrvalsdeild. Við unnum alla leiki og hömpuðum alla titla.

DEILDARMEISTARAR – BIKARMEISTARAR- ÍSLANDSMEISTARAR.

Það er búið að hlaða yfir okkur blómum og hamingjuskeytum og er ég endalaus snortin og þakklát hvað þið eruð allir að fagna svo innilega með okkur. ÖLL vinnan í kringum blakið hefur skilað sér og núna er smá spennufall og við erum að reyna að njóta velgengni.

ÍSLANDSMEISTARAR 2021

Bikarmeistarar 2021

Kæra þakkir til ykkar allra sem studdu okkur í gegnum tímabilið, sérstaklega vil ég þakka sjálfboðaliðum sem mættu til að starfa á leiki. Án ykkar hefði þessi árangur ekki orðin til.

VIÐ ERUM EIN BLAKFJÖLSKYLDA!

Til hamingju með árangurinn við öll. ÁFRAM HAMAR.

Mbk,

Barbara Meyer, formaður Blakdeildar Hamars