Mikil barátta er í Mizunodeildinni í blaki og leikið afar þétt þetta vorið. Lið Hamars er í toppsæti deildarinnar með 21 stig eftir 7 leiki og er því eina ósigraða liðið í deildinni. Stórleikur deildarinnar fór fram í Fagralundi þriðja febrúar þegar HK tók á móti Hamri en bæði liðin höfðu verið taplaus framan af. HK átti enga möguleika á móti Hamri og voru þeir burstaði á þeirra eigin heimavelli og töpuðu 0 – 3. Hamarsmenn hafa verið óstöðvandi með sitt frábæra lið undir stjórn Radoslaw Rybaks þjálfara, fyrrum Olumpíufara í blaki. Gífurlegur metnaður einkennir blakstarfið hjá Hamri og hefur þjálfaranum tekist að færa blakíþróttina í Hveragerði á hæsta plan. Mikil tilhlökkun er til næsta leiks sem verður á miðvikudaginn í

Skólamörkinni, þegar Hamarsmenn taka á móti Álftanesingum. Áfram Hamar !

Mizuno liðið Hamars.

Aftari röð: Hafsteinn, Radek, Wiktor, Damian, Hilmar, Kristján

Fremri röð: Halli, Ingi, Raggi, Jón Ólafur og Jakub.