Í haustbyrjun unnu Hamarsmenn báða sína leiki 3-0 en Fylkir hafði fyrir leikinn einungis spilað einn leik sem tapaðist 3-1.

Hamarsmenn mættu vel stemmdir til leiks og sáust merkilega góð tilþrif miðað við takmarkaða möguleika til æfinga undanfarnar vikur. Heimamenn unnu fyrstu hrinuna auðveldlega 25-13 en í annarri hrinu virtist sem Hamarsliðið tapaði einbeitingu og Fylkismenn fengu þónokkuð af stigum vegna mistaka heimamanna. Fylkismenn gegnu á lagið og komust m.a. yfir 16-15. Þá vöknuðu Hamarsmenn til lífsins og unnu hrinuna 25-18. Þriðja og síðasta hrinan var jöfn framan af og héngu Fylkismenn inn í leiknum  fram í miðja hrinu en eftir það jókst bilið jafnt og þétt og brekka Fylkismanna orðin brött. Fór svo að Hamar vann hrinuna með 25 stigum gegn 17 og leikinn þar með 3-0. 

Hamarsmenn sitja því á toppi deildarinnar ásamt HK en bæði lið hafa unnið alla þrjá leiki sína 3-0.Stigahæstur í liði Hamars var Jakub Madej með 16 stig en í liði Fylkis var Bjarki Benediktsson stigahæstur með 11 stig.

Leikið var fyrir tómu húsi en heimamenn bíða spenntir eftir að fá að leyfa Hvergerðingum hágæða blak milli þeirra bestu á landinu.

Mikið mæðir á íþróttastarfi um þessar mundir og kappkosta allir við að fylgja reglum um sóttvarnir og um leið finna leiðir til að gera íþróttir sem öruggastar fyrir alla iðkendur félagisins. Við látum þó ekkert stoppað okkur (nema að einhverju leiti reglugerðir).

Undirrituð og Aðalstjórn Hamars eru í mikilli undirbúnings- og rannsóknarvinnu er lítur að þjónustu og framtíðarsýn félagsins. Þar sem miklar hömlur eru á samkomum og viðburðum höfum við þurft að fresta í tvígang svokölluðum “þjóðfundi”, en okkur þykir mikilvægt að fá bæjarbúa með okkur í lið til að vinna að enn bjartari framtíð félagsins. Við erum aftur á móti afar bjartsýnn hópur fólks og hlökkum til að geta hitt alla!

Einnig höfum við sett af stað könnun í samstarfi við Hveragerðisbæ og höfum við nú þegar fengið góða svörun frá foreldrum, takk fyrir það! Við viljum með þessu nálgast foreldra og opna línu milli okkar og ykkar. Við stefnum á að sú könnun verði framkvæmd árlega til að fá enn betri sýn á starfið og nýtum það verkfæri til að bæta okkur, með hjálp frá ykkur.

Starfið hefur farið af stað með ágætum þetta haustið og lágmarks truflun hefur verið á almennri starfssemi deilda. Við höfum þó að sjálfsögðu fundið fyrir því að takmarkanir eru settar á áhorfendur leikja meistaraflokka en ég held að liðin finni þó alltaf fyrir stuðningi bæjarbúa. Þar sem flestir iðkendur hafa fundið sinn stað í félaginu höfum við farið yfir skráningar og sjáum að einhverjir foreldrar/forráðamenn eiga eftir að ganga frá skráningu en við höfum fulla trú á að það gerist fljótt og örugglega á næstu dögum.

Breytingar og aukning hefur orðið á meistaraflokkum okkar á árinu en stofnaður var meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu, meistaraflokkur karla í blaki og meistaraflokkur kvenna í körfu hóf samstarf við Þór í Þorlákshöfn. Meistaraflokkar karla í knattspyrnu og körfuknattleik halda að sjálfsögðu ótröðir áfram að venju. Við gætum ekki verið stoltari af öllum okkar meistaraflokkum – áfram Hamar! Það gefur auga leið að meistaraflokkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir iðkendur í yngri flokka.

Mig langar að taka smá pláss í þessum pistli til að færa þakkir þangað sem þær eru einnig verðskuldaðar. Þakkir til foreldra/forráðamanna, þakkir til sjálfboðaliða, þakkir til velunnara. Án óeigingjarns starfs og stuðnings ykkar væri íþróttastarfið ekki nærri því jafn öflugt og það er. Það á við um öll íþróttafélög á landinu og erum við sannarlega ekki undanskilin. Við hlökkum til að halda áfram samvinnu og horfum björtum augum til framtíðarinnar.

Sandra Björg Gunnarsdóttir

Framkvæmdastjóri

Knattspyrnudeild Hamars leitar nú að metnaðarfullum þjálfara til að þjálfa meistaraflokk karla félagsins.

Hamar spilar í 4. Deild en hafa verið úr úrslitakeppni s.l ár og verið hársbreidd frá því að komast upp um deild. Í Hveragerði eru aðstæður til knattspyrnuiðkunnar ansi góðar. Á veturnar er æft inni í hlýrri Hamarshöll og á sumrin er æft og keppt á einstöku vallarstæði, Grýluvelli. Nýlega var fjárfest í myndavél sem tekur upp alla leiki liðsins og hægt er að nýta hana fyrir leikgreiningu. Öll umgjörð hjá deildinni er mjög góð og er mikill metnaður í að gera enþá betur og bæta það sem bæta þarf.

Við leitumst eftir þjálfara sem er tilbúin í að halda áfram bæta og efla þá leikmenn sem eru til staðar hjá okkur og halda áfram að byggja upp það starf sem hefur verið undanfarin ár.

Áhugasamir þjálfarar geta sótt um starfið með því að senda email á ollimagnusson@gmail.com.

Hamar, nýliðarnir í úrvalsdeild karla í blaki, gerði frábæra ferð norður á Akureyri þegar liðið vann KA afar sannfærandi 3-0. Hamar hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í efstu deild.

Lið Hamars vann sinn fyrsta leik gegn Þrótti Nes 3-0 en heimamenn í KA höfðu enn ekki spilað leik. Í fyrstu hrinu leiksins ríkti mikið jafnræði með liðunum og skiptust þau á að skora, KA hafði nauma forystu lengst af en Hamar jafnaði um miðja hrinu. Þeir skoruðu svo síðustu tvö stigin og tryggðu 23-25 sigur.

Hamar byrjaði aðra hrinu enn betur og komst 0-5 yfir. Gestirnir juku forystuna smám saman eftir því sem leið á hrinuna og vann örugglega, 17-25. Þriðja hrinan var nokkuð lík annarri hrinunni og hafði Hamar þægilegt forskot þangað til undir lokin. KA átti frábæra endurkomu en Hamar vann þó að lokum 22-25. Gestirnir unnu því 0-3 sigur og fara á topp deildarinnar með tvo 3-0 sigra úr tveimur leikjum.

Miguel Mateo Castrillo stigahæstur í liði KA með 10 stig en Jakub Madej stigahæstur hjá Hamri með 15 stig. 

( frétt tekin af vef: https://www.ruv.is/frett/2020/09/30/hamar-for-a-kostum-fyrir-nordan)

Nýliðar Ham­ars í úr­vals­deild karla í blaki tóku í gær­kvöld á móti deild­ar­meist­ur­um síðustu leiktíðar, Þrótti frá Nes­kaupstað.

Leik­ur­inn fór fram í Hvera­gerði og var leikið fyr­ir lukt­um dyr­um sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um Blak­sam­bands Íslands en fyr­ir­komu­lagið var ákveðið í kjöl­farið á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna.

Ham­ars­mönn­um var, þrátt fyr­ir að vera nýliðar, spáð efsta sæti af þjálf­ur­um og fyr­irliðum í deild­inni og má segja að liðið hafi staðið und­ir vænt­ing­um í fyrsta leik.

Sig­ur Ham­ars var ör­ugg­ur en Þrótt­ur átti þrátt fyr­ir það góða spretti og lét Ham­ars­menn vinna fyr­ir stig­un­um þrem­ur. Lokastaðan í leikn­um var 3:0 fyr­ir Ham­ar og unn­ust hrin­urn­ar 25:22, 25:21 og 25:16.

Stiga­hæst­ur í liði Ham­ars var Jakub Madej með 13 stig en stiga­hæst­ur í leikn­um var spænski Þrótt­ar­inn Migu­el Ramos með 14 stig.

Frétt tekin af mbl.is

Mynd: Guðmundur Erlingsson

Eitt silfur kom með í Hveragerði eftir helgina. Íslandsmeistaramótinu var frestað síðan í vor og gátu því ekki allir keppendur úr Hamri verið með sem höfðu ætlað sér það. Íslandsmeistarar í tvenndarleik A-flokki eru Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir bæði úr TBR. Þau mættu Agli Sigurðssyni TBR og Hrund Guðmundsdóttur Hamar. Unnu Gústav og Guðbjörg 21-18 og 21-11.

Margrét Guangbing Hu spilaði í undanúrslitum í öllum greinum í B-flokki en vantaði bara herslumuninn að komast áfram í úrslitaleikina. Vonandi verður svo næsta Meistaramót Íslands áfram á sínum stað í apríl 2021 með fleira fólk úr Hamri í öllum greinum.

Gústav, Guðbjörg, Egill og Hrund

Vertarstarf hjá körfuboltanum er nú óðum að hefjast. Á suðurlandinu fór sameiginlegt lið
Hrunamanna/Hamars/Selfoss/Þórs af stað með flottum sigri á Njarðvík í Hveragerði. Leikurinn var hin
besta skemmtun og margir flottir leikmenn að sína fín tilþrif. Liðið hefur hlotið það skemmtilega
vinnuheit „Suðuland“ enda um samstarfsverkefni fjögur stærstu kkd á suðurlandi og verið að skapa
þessum efnilegum drengjum tækifæri á að spila körfuknattleik á háu getustigi þannig að leikmenn
geti bætt sig og um leið fengið dýrmæt tækifæri á að taka stór hlutverk sem þeir þurfa til að til að
vaxa og dafna. Leikurinn byrjaði vel fyrir Suðuland sem komst strax á fyrstu mínútum í 14:3 forustu.
Njarðvík er kann hinsvegar ýmislegt fyrir sér í körfuboltafræðunum og komust hægt og rólega inní
leikinn. Í lok þriðja leikhluta kom áhlaup hjá Njarðvíkingum og náðu þeir að minnka muninn niður í
níu stig, 65:56, og virtist allt vera að falla með Njarðvík. Suðurland náði þó að skora síðastu körfu
leikhlutans og þegar klukkan gall fyrir síðast leikhluta var munurinn ellefu stig, 67:56. Í
lokaleikhlutanum reyndi Njarðvík allt sem þeir gátu til að ná muninum niður þar sem þeirra bestu
menn, Elías Pálsson og Join Baginski, skiptust á að skora fyrir sitt lið en náðu þó aldrei að ógna liði
suðurland að verulegu marki og urðu lokatölur 94:79 Suðurlandi í vil. Flottur leiku hjá báðum liðum
og gaman að byrja tímabilið á hörku leik í Hveragerði.

Stigahæstur leikmenn leiksins


Suðurland
Ísak Perdue 25 stig
Hringur Karlsso 21 stig
Jónas B. Reynisson 19 stig

Njarðvík
Elías Pálsson 31 stig
Join Baginski 25 stig

Þeir Ragnar Ingi Axelsson og Ágúst Máni Hafþórsson hafa skrifað undir samning við Hamar í Hveragerði.

Ragnar Ingi Axelsson er vel þekktur í blakheiminum á Íslandi og víðar sem frelsingi með A -landsliði Íslands.

Hann er 24 ára og fæddur og uppalinn á Neskaupsstað. Hann hóf að æfa blak 8 ára og hefur spilað með U17 og U19 landsliðum. Eftir komu hans suður fór hann að spila með liði Álftaness og var valinn frelsingi ársins Mizunodeildarinnar 2018/2019. Ragnar spilaði sinn fyrsta A-landsliðleik 2015. Radoslaw Rybak, þjálfari  Hamars er ánægður með að fá Ragnar í liðið sitt og segir:  „Það er mikilvægt að vera með góða móttöku og sterka vörn í blaki og það er mjög mikill fengur fyrir Hamar að fá Ragnar inn í okkar raðir.“

Sama má segja um Ágúst Mána Hafþórsson  sem undirritaði leikmannasamning við Blakdeild Hamars sama dag og Ragnar. Hann er ungur og efnilegur leikmaður, fyrrum leikmaður HK og seinna Álftaness. Hann og á að baki Íslandsmeistaratitla og hefur m.a. verið í unglingalandsliðinu.

Það er ljóst að Hamar er að bæta við sig fullt af ungum og efnilegum leikmönnum og verður spennandi að fylgjast með hverju Hamarsmenn munu kynna til leiks á næstu dögum.

Myndir: Sigrún Kristjánsdóttir

LOKSINS loksins er komið að því. Hafsteinn & Kristján Valdimarssynir, landsliðsmen í blaki munu bjóða upp á strandblaksnámskeið fyrir byrjendur og mögulega aðeins lengra komna í Hveragerði næsta miðvikudag 29.08.2020 frá kl.18.00 til 20.30! Lágmarksfjöldi er 8 manns og ekki mikið fleiri en 16. Verð er 3000 kr. á mann og greiðist á staðnum helst. Enginn pósi.

Þetta námskeið er opið öllum. ALLIR VELKOMNIR!

Skráning hjá Hafstein, netfangið hans er hafsteinnvaldimarsson@hotmail.com

ÁFRAM HAMAR!

Blakdeild Hamars hefur samið við hinn pólska Jakub Madej um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili.

Hamar samdi nýverið við Damian Sapór, pólskan uppspilara, og bætir nú við sig öðrum pólskum leikmanni. Jakub er rúmlega tvítugur og hefur leikið í Póllandi og Þýskalandi. Hann er sterkur varnarlega og kemur til með að hjálpa liðinu gríðarlega í vörn og móttöku.

Móttaka og uppspil liðsins virðist nú vera í góðum höndum og þessir tveir leikmenn gætu því orðið mikill fengur fyrir Hamarsmenn sem ætla sér stóra hluti á sína fyrsta tímabili í efstu deild.

Heimamennirnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir munu gefa liðinu kraft í sókn og hávörn svo sem Radoslaw Rybak og Hilmar Sigurjónsson. Radoslaw er einnig yfirþjálfari Hamars og er hann sá helsti sem er að velja leikmenn í leikmannahópinn félagsins en bæði stjórn og leikmenn ætla sér stóra hluti næsta vetur.

Hamar mun tefla fram þremur liðum í meistaraflokki í blaki á komandi leiktíð. Karlaliðum í úrvals-, og 1. deild og eitt kvennalið.

ÁFRAM HAMAR!