Knattspyrnudeild Hamars leitar nú að metnaðarfullum þjálfara til að þjálfa meistaraflokk karla félagsins.

Hamar spilar í 4. Deild en hafa verið úr úrslitakeppni s.l ár og verið hársbreidd frá því að komast upp um deild. Í Hveragerði eru aðstæður til knattspyrnuiðkunnar ansi góðar. Á veturnar er æft inni í hlýrri Hamarshöll og á sumrin er æft og keppt á einstöku vallarstæði, Grýluvelli. Nýlega var fjárfest í myndavél sem tekur upp alla leiki liðsins og hægt er að nýta hana fyrir leikgreiningu. Öll umgjörð hjá deildinni er mjög góð og er mikill metnaður í að gera enþá betur og bæta það sem bæta þarf.

Við leitumst eftir þjálfara sem er tilbúin í að halda áfram bæta og efla þá leikmenn sem eru til staðar hjá okkur og halda áfram að byggja upp það starf sem hefur verið undanfarin ár.

Áhugasamir þjálfarar geta sótt um starfið með því að senda email á ollimagnusson@gmail.com.

Hamar, nýliðarnir í úrvalsdeild karla í blaki, gerði frábæra ferð norður á Akureyri þegar liðið vann KA afar sannfærandi 3-0. Hamar hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í efstu deild.

Lið Hamars vann sinn fyrsta leik gegn Þrótti Nes 3-0 en heimamenn í KA höfðu enn ekki spilað leik. Í fyrstu hrinu leiksins ríkti mikið jafnræði með liðunum og skiptust þau á að skora, KA hafði nauma forystu lengst af en Hamar jafnaði um miðja hrinu. Þeir skoruðu svo síðustu tvö stigin og tryggðu 23-25 sigur.

Hamar byrjaði aðra hrinu enn betur og komst 0-5 yfir. Gestirnir juku forystuna smám saman eftir því sem leið á hrinuna og vann örugglega, 17-25. Þriðja hrinan var nokkuð lík annarri hrinunni og hafði Hamar þægilegt forskot þangað til undir lokin. KA átti frábæra endurkomu en Hamar vann þó að lokum 22-25. Gestirnir unnu því 0-3 sigur og fara á topp deildarinnar með tvo 3-0 sigra úr tveimur leikjum.

Miguel Mateo Castrillo stigahæstur í liði KA með 10 stig en Jakub Madej stigahæstur hjá Hamri með 15 stig. 

( frétt tekin af vef: https://www.ruv.is/frett/2020/09/30/hamar-for-a-kostum-fyrir-nordan)

Nýliðar Ham­ars í úr­vals­deild karla í blaki tóku í gær­kvöld á móti deild­ar­meist­ur­um síðustu leiktíðar, Þrótti frá Nes­kaupstað.

Leik­ur­inn fór fram í Hvera­gerði og var leikið fyr­ir lukt­um dyr­um sam­kvæmt fyr­ir­mæl­um Blak­sam­bands Íslands en fyr­ir­komu­lagið var ákveðið í kjöl­farið á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna.

Ham­ars­mönn­um var, þrátt fyr­ir að vera nýliðar, spáð efsta sæti af þjálf­ur­um og fyr­irliðum í deild­inni og má segja að liðið hafi staðið und­ir vænt­ing­um í fyrsta leik.

Sig­ur Ham­ars var ör­ugg­ur en Þrótt­ur átti þrátt fyr­ir það góða spretti og lét Ham­ars­menn vinna fyr­ir stig­un­um þrem­ur. Lokastaðan í leikn­um var 3:0 fyr­ir Ham­ar og unn­ust hrin­urn­ar 25:22, 25:21 og 25:16.

Stiga­hæst­ur í liði Ham­ars var Jakub Madej með 13 stig en stiga­hæst­ur í leikn­um var spænski Þrótt­ar­inn Migu­el Ramos með 14 stig.

Frétt tekin af mbl.is

Mynd: Guðmundur Erlingsson

Eitt silfur kom með í Hveragerði eftir helgina. Íslandsmeistaramótinu var frestað síðan í vor og gátu því ekki allir keppendur úr Hamri verið með sem höfðu ætlað sér það. Íslandsmeistarar í tvenndarleik A-flokki eru Gústav Nilsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir bæði úr TBR. Þau mættu Agli Sigurðssyni TBR og Hrund Guðmundsdóttur Hamar. Unnu Gústav og Guðbjörg 21-18 og 21-11.

Margrét Guangbing Hu spilaði í undanúrslitum í öllum greinum í B-flokki en vantaði bara herslumuninn að komast áfram í úrslitaleikina. Vonandi verður svo næsta Meistaramót Íslands áfram á sínum stað í apríl 2021 með fleira fólk úr Hamri í öllum greinum.

Gústav, Guðbjörg, Egill og Hrund

Vertarstarf hjá körfuboltanum er nú óðum að hefjast. Á suðurlandinu fór sameiginlegt lið
Hrunamanna/Hamars/Selfoss/Þórs af stað með flottum sigri á Njarðvík í Hveragerði. Leikurinn var hin
besta skemmtun og margir flottir leikmenn að sína fín tilþrif. Liðið hefur hlotið það skemmtilega
vinnuheit „Suðuland“ enda um samstarfsverkefni fjögur stærstu kkd á suðurlandi og verið að skapa
þessum efnilegum drengjum tækifæri á að spila körfuknattleik á háu getustigi þannig að leikmenn
geti bætt sig og um leið fengið dýrmæt tækifæri á að taka stór hlutverk sem þeir þurfa til að til að
vaxa og dafna. Leikurinn byrjaði vel fyrir Suðuland sem komst strax á fyrstu mínútum í 14:3 forustu.
Njarðvík er kann hinsvegar ýmislegt fyrir sér í körfuboltafræðunum og komust hægt og rólega inní
leikinn. Í lok þriðja leikhluta kom áhlaup hjá Njarðvíkingum og náðu þeir að minnka muninn niður í
níu stig, 65:56, og virtist allt vera að falla með Njarðvík. Suðurland náði þó að skora síðastu körfu
leikhlutans og þegar klukkan gall fyrir síðast leikhluta var munurinn ellefu stig, 67:56. Í
lokaleikhlutanum reyndi Njarðvík allt sem þeir gátu til að ná muninum niður þar sem þeirra bestu
menn, Elías Pálsson og Join Baginski, skiptust á að skora fyrir sitt lið en náðu þó aldrei að ógna liði
suðurland að verulegu marki og urðu lokatölur 94:79 Suðurlandi í vil. Flottur leiku hjá báðum liðum
og gaman að byrja tímabilið á hörku leik í Hveragerði.

Stigahæstur leikmenn leiksins


Suðurland
Ísak Perdue 25 stig
Hringur Karlsso 21 stig
Jónas B. Reynisson 19 stig

Njarðvík
Elías Pálsson 31 stig
Join Baginski 25 stig

Þeir Ragnar Ingi Axelsson og Ágúst Máni Hafþórsson hafa skrifað undir samning við Hamar í Hveragerði.

Ragnar Ingi Axelsson er vel þekktur í blakheiminum á Íslandi og víðar sem frelsingi með A -landsliði Íslands.

Hann er 24 ára og fæddur og uppalinn á Neskaupsstað. Hann hóf að æfa blak 8 ára og hefur spilað með U17 og U19 landsliðum. Eftir komu hans suður fór hann að spila með liði Álftaness og var valinn frelsingi ársins Mizunodeildarinnar 2018/2019. Ragnar spilaði sinn fyrsta A-landsliðleik 2015. Radoslaw Rybak, þjálfari  Hamars er ánægður með að fá Ragnar í liðið sitt og segir:  „Það er mikilvægt að vera með góða móttöku og sterka vörn í blaki og það er mjög mikill fengur fyrir Hamar að fá Ragnar inn í okkar raðir.“

Sama má segja um Ágúst Mána Hafþórsson  sem undirritaði leikmannasamning við Blakdeild Hamars sama dag og Ragnar. Hann er ungur og efnilegur leikmaður, fyrrum leikmaður HK og seinna Álftaness. Hann og á að baki Íslandsmeistaratitla og hefur m.a. verið í unglingalandsliðinu.

Það er ljóst að Hamar er að bæta við sig fullt af ungum og efnilegum leikmönnum og verður spennandi að fylgjast með hverju Hamarsmenn munu kynna til leiks á næstu dögum.

Myndir: Sigrún Kristjánsdóttir

LOKSINS loksins er komið að því. Hafsteinn & Kristján Valdimarssynir, landsliðsmen í blaki munu bjóða upp á strandblaksnámskeið fyrir byrjendur og mögulega aðeins lengra komna í Hveragerði næsta miðvikudag 29.08.2020 frá kl.18.00 til 20.30! Lágmarksfjöldi er 8 manns og ekki mikið fleiri en 16. Verð er 3000 kr. á mann og greiðist á staðnum helst. Enginn pósi.

Þetta námskeið er opið öllum. ALLIR VELKOMNIR!

Skráning hjá Hafstein, netfangið hans er hafsteinnvaldimarsson@hotmail.com

ÁFRAM HAMAR!

Blakdeild Hamars hefur samið við hinn pólska Jakub Madej um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili.

Hamar samdi nýverið við Damian Sapór, pólskan uppspilara, og bætir nú við sig öðrum pólskum leikmanni. Jakub er rúmlega tvítugur og hefur leikið í Póllandi og Þýskalandi. Hann er sterkur varnarlega og kemur til með að hjálpa liðinu gríðarlega í vörn og móttöku.

Móttaka og uppspil liðsins virðist nú vera í góðum höndum og þessir tveir leikmenn gætu því orðið mikill fengur fyrir Hamarsmenn sem ætla sér stóra hluti á sína fyrsta tímabili í efstu deild.

Heimamennirnir Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir munu gefa liðinu kraft í sókn og hávörn svo sem Radoslaw Rybak og Hilmar Sigurjónsson. Radoslaw er einnig yfirþjálfari Hamars og er hann sá helsti sem er að velja leikmenn í leikmannahópinn félagsins en bæði stjórn og leikmenn ætla sér stóra hluti næsta vetur.

Hamar mun tefla fram þremur liðum í meistaraflokki í blaki á komandi leiktíð. Karlaliðum í úrvals-, og 1. deild og eitt kvennalið.

ÁFRAM HAMAR!

Leikmannahópur nýliða Hamars í úrvalsdeildinni í blaki hefur nú styrkst til muna en félagið hefur gert samning við pólskan uppspilara, Damian Sąpór.

Damian er 29 ára  og hefur spilað blak frá unga aldri og varð m.a. meistari ungmenna (U21) árið 2011 með liði sínu Czarni Radom. Damian hefur síðan spilað í 2. deild í Póllandi en blakhefðin þar er afar sterk og er styrkleiki deildarkeppninnar eftir því. Það verður því gaman að sjá hvernig Damian spjarar sig í úrvalsdeildinni hér heima á komandi leiktíð.

Úrvalsdeildarráð Hamars vinnur nú hörðum höndum að því að koma lokamynd á leikmannahóp félagsins fyrir næstu leiktíð.  Áður er félagið búið að semja við þá Kristján og Hafstein Valdimarssyni, landsliðsmennÍslands í blaki, en frekari frétta er að vænta af leikmannamálum liðsins á næstu dögum.

Mbk. Kristín Hálfdánardóttir, fjölmiðlafulltrúi Blakdeildar Hamars

Mynd: Damian Sąpór, uppspilari í úrvaldseild Hamars

Hamar í Hveragerði undirritaði í kvöld samninga við þjálfara og 2 leikmenn fyrir úrvalsdeildarlið félagsins í blaki fyrir komandi tímabil.Radoslaw Rybak (Radek) mun þjálfa liðið, en hann er frá Póllandi, einni öflugustu blakþjóð heims.  Hann er gríðarlega reynslumikill, bæði sem leikmaður og þjálfari og á meðal annars að baki 17 ára feril í efstu deild í heimalandinu auk fjölda landsleikja þar sem eftirminnilegust er þátttaka hans á Ólympíuleikunum í Aþenu, 2004. Radek mun einnig sinna annarri þjálfun, karla og kvenna, hjá félaginu næstkomandi vetur.
Það er Hamarsfólki einnig mikil ánægja að kynna til leiks þá Hafstein og Kristján Valdimarssyni. Hafsteinn og Kristján eru uppaldir í Hveragerði en hófu blakferilinn hjá KA þegar þeir stunduðu nám við Menntaskólann á Akureyri. Að námi loknu héldu þeir utan í atvinnumennsku, þar sem þeir hafa spilað þar til nú við góðan orðstýr. Kristján kemur frá Tromsø í Noregi og Hafsteinn frá Calais í Frakklandi þar sem þeir hafa leikið undanfarin ár. Þeir eiga fjölda landsleikja að baki fyrir A-landslið Íslands en nú er loksins komið að því að spila einnig fyrir heimabæinn. Hamarsfólk er stórhuga fyrir komandi vetur og mikil spenna ríkir fyrir fyrsta úrvalsdeildarliði félagsins í blaki.
Aftari röð, Kristján-HafsteinnFremri röð, Barbara Meyer formaður blakdeildar, Radoslaw Rybak þjálfari og Valdimar Hafsteinsson formaður úrvalsdeildarráðs.
Bkv, fyrir hönd blakdeildar HamarsKristín H. HálfdánardóttirS: 892-6478