Hamar sendi tvö kvennalið til leiks í HSK mótinu að þessu sinni. B-liðið lék á Hvolsvelli mánudaginn 25. nóv. og A-liðið lék í Hveragerði  miðvikudaginn 27. nóv.   Bæði lið áttu góða spretti og situr A-liðið í efsta sæti ásamt Dímon og UMFL1, sem öll eru með 7 stig.  Verður spennandi að fylgjast með seinni hlutanum í mars.  Bæði kvennaliðin skelltu sér svo á Fjallalambs-mót hjá Fylki laugardaginn 30. nóv.

Karlaliðið lék við Fylki í 1. deild, mánudaginn 25. nóv. og mátti þola tap 2-3 eftir hörkuspennandi viðureign. Hrinurnar fóru, 22-25, 25-21, 26-24, 20-25, 13-15.  Í annað sinn á skömmum tíma tapar Hamar í oddahrinu og verða drengirnir að bíta í skjaldarrendur í næsta leik.