Dósasöfnunin hófst kl 18:00 og var talningu lokið að ganga 23:00 og þakkar Fimleikadeild Hamars bæjarbúum og þeim iðkendum og fjölskyldum þeirra sem mættu innilega fyrir góðar viðtökur. Þið náðuð að safna tæplega 10000 dósum og flöskum sem gefur okkur tækifæri til að gera eitthvað gott fyrir deildina.

Fimleikadeild Hamars þakkar ykkur innilega fyrir þátttökuna og það var virkilega gaman að sjá hvað margir bera hag deildarinnar fyrir brjósti.

Stjórnin

Nú er komið að fimleikadeildinni að fá að safna dósum og flöskum í fjáröflunarskyni hjá bæjarbúum hér í Hveragerði. Mánudaginn 11. febrúar kl. 18 biðjum við þá forráðamenn sem geta að koma í áhaldahús bæjarins (hægra megin við slökkvistöðina) og við deilum niður á okkur götum, keyrum krakkana sem ganga í hús og safna dósunum og svo flokkum við og teljum í áhaldahúsinu. Ef margir hjálpast að ætti þetta ekki að taka langan tíma en getur skilað fimleikadeildinni töluverðri peningaupphæð sem nýtist í áhaldakaup. Þeir sem hafa aðgang að stórum bílum eða kerrum eru beðnir að koma með þær.

Stjórn Fimleikadeildar Hamars

 

Sæl öll,

Stúlkur geta fengið að máta boli hjá Maríu eftir æfingu á föstudag 18:00 í íþróttahúsinu í Hveragerði

Bolurinn kostar 14.000 kr, teygja í stíl 1200 kr. Bolur og teygja

Tilboð: 14.500 kr.

María sendir inn pöntun á mánudagskvöldið nk.

Endilega látið vita hvort þið viljið vera með í pöntuninni á mariahassing5@gmail.com

Æfingar í Stubbafimleikum hefjast laugardaginn (12.jan) í íþróttahúsinu í Hveragerði. T9 er fyrir börn 2-3 ára og er æfingatími frá 12:00-12:45. Þjálfari er Bjarndís Blöndal. Foreldrar eru hvattir til þess að sækja tíma með börnunum og taka með þeim sín fyrstu fimleikaskref hjá íþróttafélaginu Hamar. Bjarndís stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands en hefur nýverið lokið námi við íþróttalýðháskóla í Sönderborg. Hún hefur sjálf æft fimleika frá 4 ára aldri, og þjálfað hjá fimleikadeild Hamars í tæp fjögur ár.

 

Láttu sjá þig! 

Fimleikadeild Hamars

Íslandsmótið í almennum fimleikum var haldið á Akranesi helgina 9.-11. nóvember.

Fimleikadeild Hamars sendi um 30 keppendur á mótið með glæsilegum árangri og má sá úrslitin hér fyrir neðan:

 

9-10 ára A

  • Gunnhildur F. Hallgrímsdóttir, 1.sæti gólfæfingar

 

9-10 ára B

  • Guðjón Ingason, 1.sæti trampolín, 2.sæti samanlagt
  • Esra Leon, 3.sæti trampolín, 3.sæti samanlagt

 

11-12 ára A

  • Hekla Björt Birkisdóttir, 1.sæti trampolín, 3.sæti gólfæfingar, 2.sæti samanlagt
  • Birta Marín Davíðsdóttr, 3.sæti stökk

 

11-12 ára B

  • Gillý Ósk, 3.sæti trampolín

 

13-14 ára A

  • Kolbrún Marín, 1.sæti trampolín, 3.sæti gólfæfingar

 

15-16 ára A

  • Arnar Eldon, 2.sæti

 

Þessa dagana eru allir iðkendur að leggja lokahönd á undirbúning jólasýningar fimleikadeildarinnar sem haldin verður föstudaginn 7. desember í íþróttahúsi Hveragerðis og að þessu sinni verður þemað „Þegar Trölli stal jólunum“. Mikil spenna liggur í loftinu og má búast við stórglæsilegri sýningu eins og endranær og iðkendur bjóða alla velkomna á sýninguna.

fimleikar_nov2012_pe

verdmunur_2012Þessi skemmtilega en alls ekki óvænta niðurstaða kom út úr verðkönnun hjá ASÍ og dregið saman í grein í Morgunblaðinu 16.október 2012.  Mikill munur er á verði fyrir æfingar yngri krakka og verðmunurinn vel á annað hundrað % þar sem mest er. 

Fimleikar á haustönn 2012 munu hefjast laugardaginn 8. september samkvæmt stundaskrá. Þeir sem ekki hafa skráð sig geta gert það hjá Maríu Hassing yfirþjálfara með því að senda henni póst ámariahassing5@gmail.com eða skráð sig hjá henni á staðnum.

Innanfélagsmót Hamars fer fram sunnudaginn 22. apríl 2012 í íþróttahúsinu í Hveragerði. Keppt verður í hópfimleikum þar sem allir hópar taka þátt. Ekki verða veitt sérstök verðlaun á mótinu heldur fá allir iðkendur viðurkenningu að móti loknu.

Skipulag móts:

10.15 Almenn upphitun + áhaldaupphitun (eldri hópar fá 3 umferðir á áhaldi)

11.00 Innmars – mót hefst

12.30 Móti lýkur – veittar viðurkenningar

  • · T1, T2, T4, T5 og T6 keppa á þremur áhöldum (dans, fibergólf og trampolín).
  • · T3 keppir á kistutrampolíni
  • · T4 keppir 2 umferðir á dýnu og 3 á trampolín/“hest“
  • · T5 keppir 1 umferð á dýnu og 1 umferð á trampolíni
  • · T6 keppir 1 umferð á dýnu og 1 umferð á bretti
  • · T7 og TS (strákar) gera eina umferð á fibergólfi og eina umferð á bretti

Páskafrí fimleikadeildarinnar verður 2.-10. apríl. Taka ber fram að hóparnir T1 og T2 verða á æfingum 2. og 3. apríl.

Gleðilega Páska

Arnar Eldon er 15 ára gamall og hefur stundað æfingar af miklu kappi síðastliðin ár. Hann byrjaði 12 ára að æfa fimleika þá nýfluttur til Hveragerðis en áður stundaði hann Taekwondo sem veitti honum innblástur og áhuga á öðrum íþróttum.

Í dag stundar hann einnig Parkour og er í Skólahreystisliði Grunnskóla Hveragerðis.

Arnar hefur undantekningarlaust mætt á æfingar og leggur sig allan fram á hverri einustu æfingu. Hann hefur sýnt miklar framfarir á stuttum tíma og bætt erfiðleikagildi vikulegra æfinga. Arnar keppti í fimleikum í fyrsta sinn í vetur. Hann tók þátt í Íslandsmóti í almennum fimleikum sem haldið var í Hveragerði og á HSK móti sem haldið var í Þorlákshöfn. Honum gekk vel á Íslandsmótinu og náði með góðum einkunnum að komast inn á  Meistaramót í almennum fimleikum. 

Á HSK mótinu vann hann til  verðlauna á öllum áhöldum (þrjú áhöld) og þar af fékk hann tvenn gullverðlaun. Arnar á framtíðina fyrir sér í fimleikum og það vantar ekki áhugann hjá þessum efnilega unga manni. Þess má geta að hann er eini strákurinn í hópi með yfir tuttugu stelpum á æfingum sem hann lætur ekkert á sig fá. 

Hann er góð fyrirmynd innan sem og utan hópsins og er duglegur að hjálpa til og hvetja aðra á æfingum.

Fimleikadeild Hamars óskar honum innilega til hamingju með titilinn