Nú er komið að fimleikadeildinni að fá að safna dósum og flöskum í fjáröflunarskyni hjá bæjarbúum hér í Hveragerði. Mánudaginn 11. febrúar kl. 18 biðjum við þá forráðamenn sem geta að koma í áhaldahús bæjarins (hægra megin við slökkvistöðina) og við deilum niður á okkur götum, keyrum krakkana sem ganga í hús og safna dósunum og svo flokkum við og teljum í áhaldahúsinu. Ef margir hjálpast að ætti þetta ekki að taka langan tíma en getur skilað fimleikadeildinni töluverðri peningaupphæð sem nýtist í áhaldakaup. Þeir sem hafa aðgang að stórum bílum eða kerrum eru beðnir að koma með þær.

Stjórn Fimleikadeildar Hamars