Æfingar í Stubbafimleikum hefjast laugardaginn (12.jan) í íþróttahúsinu í Hveragerði. T9 er fyrir börn 2-3 ára og er æfingatími frá 12:00-12:45. Þjálfari er Bjarndís Blöndal. Foreldrar eru hvattir til þess að sækja tíma með börnunum og taka með þeim sín fyrstu fimleikaskref hjá íþróttafélaginu Hamar. Bjarndís stundar nú nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands en hefur nýverið lokið námi við íþróttalýðháskóla í Sönderborg. Hún hefur sjálf æft fimleika frá 4 ára aldri, og þjálfað hjá fimleikadeild Hamars í tæp fjögur ár.

 

Láttu sjá þig! 

Fimleikadeild Hamars