Íslandsmótið í almennum fimleikum var haldið á Akranesi helgina 9.-11. nóvember.

Fimleikadeild Hamars sendi um 30 keppendur á mótið með glæsilegum árangri og má sá úrslitin hér fyrir neðan:

 

9-10 ára A

  • Gunnhildur F. Hallgrímsdóttir, 1.sæti gólfæfingar

 

9-10 ára B

  • Guðjón Ingason, 1.sæti trampolín, 2.sæti samanlagt
  • Esra Leon, 3.sæti trampolín, 3.sæti samanlagt

 

11-12 ára A

  • Hekla Björt Birkisdóttir, 1.sæti trampolín, 3.sæti gólfæfingar, 2.sæti samanlagt
  • Birta Marín Davíðsdóttr, 3.sæti stökk

 

11-12 ára B

  • Gillý Ósk, 3.sæti trampolín

 

13-14 ára A

  • Kolbrún Marín, 1.sæti trampolín, 3.sæti gólfæfingar

 

15-16 ára A

  • Arnar Eldon, 2.sæti

 

Þessa dagana eru allir iðkendur að leggja lokahönd á undirbúning jólasýningar fimleikadeildarinnar sem haldin verður föstudaginn 7. desember í íþróttahúsi Hveragerðis og að þessu sinni verður þemað „Þegar Trölli stal jólunum“. Mikil spenna liggur í loftinu og má búast við stórglæsilegri sýningu eins og endranær og iðkendur bjóða alla velkomna á sýninguna.

fimleikar_nov2012_pe