Hamarsmenn fá Njarðvík í heimsókn í frystikistuna í kvöld kl 19:15. Hjá Úrvalsdeildar liði Njarðvíkinga er valinn maður í hverju rúmi og má þar nefna Landsliðsmennina Hauk Helga og Loga Gunnarsson t.d. og því er ærið verkefni sem bíður Hamarsliðið. Hamarsmenn eru þó staðráðnir í að gefa ekkert eftir og veita Suðurnesjamönnum harða samkeppni um laust sæti í 8 liða úrslitum powerade bikarsins. Ekki missa af þessum leik. Áfram HAMAR.