Meistaraflokkur Hamars fékk til sín gríðarlega sterkann liðstyrk fyrir komandi átök þegar Tómas Ingvi Hassing gekk til liðs við félagið. Tómas hefur allann sinn feril spilað fyrir Hamar að undanskildu s.l tímabili þegar hann lék með Árborg. Tómas er mikill markaskorari en hann skoraði 17 mörk í 15 leikjum fyrir Árborg á síðasta tímabili. Tómas gerði tveggja ára samning við Hamar og er félagið í skýjunum hafa Tómas með í uppbyggingu félagsins.

Tómas spilaði fyrir Hamar upp alla yngri flokkana. Hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokks leik árið 2012 og hefur spilað 40 leiki fyrir Hamar í íslands og bikarkeppni KSÍ. Tómas hefur skorað 11 mörk í þessum leikjum.

Knattspyrnudeild Hamars býður Tómas velkominn aftur heim!

IMG_3505

Tómas Ingvi og Steini formaður við undirskrift á tveggja ára samningi.