Björn Metúsalem Aðalsteinsson

 

Hefur verið útnefndur sem:

 

Knattspyrnumaður Hamars árið 2013

 

Björn byrjaði að spila með Mfl Hamars árið 2009. Hann hefur því leikið fimm tímabil með flokknum, spilað 101 leik og verið markmaður liðsins.

 

Hann var einn af lykilmönnnum liðsins árið 2013, spilaði alla leiki liðsins í deild og bikar eða 25 talsins. Björn hélt markinu hreinu þrisvar á erfiðu tímabili.

 

Hann hefur bætt sig gríðarlega sem knattspyrnumaður á síðasta ári, styrkt sig líkamlega og þroskast sem leikmaður.

 

Björn er góð fyrirmynd innan sem utan vallar og er vel að titlinum kominn sem Knattspyrnumaður Hamars árið 2013.

 

Við í knattspyrnudeild óskum Birni til hamingju.

IMG_7586  

Ævar Sigurðsson og Björn Metúsalem