Hamarsmenn mættu uppá á Akranes í fyrsta leik sínum í þriðju umferð 1.deildar karla. Bæði lið höfðu unnið hvorn leikinn og því var leikurinn ekki einungis uppá stigin tvö heldur einnig uppá innbyrgðis viðureignina í baráttunni um fimmta og síðasta sætið í úrslitakeppni um sæti í úrvalsdeild. Fyrir leikinn voru Hamarsmenn með 6 sigra (14 stig) og 10 töp, en lið ÍA 5 sigra (10 stig) og 12 töp. Bæði liðin spiluðu við FSu í sínum síðasta leik, sem einnig er í baráttu um 5 sætið. Lið ÍA vann FSu en Hamar hafði tapað. Því var ekki um fjögra stiga leik að ræða heldur meira 8 stiga leik.
Hamarsmenn byrjuðu leikinn mun betur og komust í 0-8. Skagamenn virtust vera yfir spenntir og skutu ekki nema 29% skota sinna ofan í körfuna, tölfræði þáttur sem er ómögulegt að vinna með. Hamarsmenn spiluðu leikinn af gríðarlegu öryggi og hleyptu Skagamönnum aldrei nálægt sér og uppskáru frekar auðveldan sigur  59-97. Allir í Hamarsliðinu lögðu sitt af mörkum en Örn Sigurðarson fór fyrir sínum mönnum með 26 stig og 8 fráköst. Hjá ÍA var Shouse með 25 stig.
Hamarsmenn halda því áfram í fimmta sætið og má segja að þeir hafi skilið ÍA eftir, komnir með innbyrgðis viðureignina og fjögra stiga forskot. Hamarsmenn eru sem fyrr segir í 5 sætinu með 7 sigra og 10 töp (17 leikir), Næstir koma Selfyssingar með 6 sigra og 12 töp (18 leikir), og síðan Vestri 6 sigrar og 10 töp (16 leikir). Skagamenn hafa síðan stimplað sig út úr baráttunni í bili að minnsta kosti með 5 sigra og 13 töp.

 

Næsti leikur Hamars verður svo á Sunnudaginn kl 19:15 í Hveragerði, Þegar topplið 1.deildar Höttur mætir í heimsókn.