Karlalið Hamars sem leikur í 1. deild náði þeim markverða árangri að komast í 8 liða úrlit bikarkeppni Blaksambandsins, Kjörísbikarnum í dag þegar dregið var í 3. umferð.

Hamar var í pottinum eftir 3-0 sigur á HK-C í 2. umferð en það vildi svo til að nafn liðsins kom aldrei upp úr pottinum og situr því hjá í 3. umferð og er sjálfkrafa komið í 8 liða úrslitin.

Leikurinn í 8 liða úrslitum verður alltaf á heimavelli vegna heimaleikjaréttar neðrideildaliða en leikdagur skýrist ekki fyrr en dregið er þann 23.2.2017.

Liðið er nú aðeins einum sigri frá því að taka þátt í bikarhelgi BLÍ í Laugardagshöll.