Tvær ungar Hamars-stúlkur stunda nám í vetur í Bandaríkjunum og þar stunda þær einnig körfuboltann sem þær hafa lært af Daða, Sóley og fleiri þjálfurum okkar í gegnum yngri flokkana. Þær Jóna Guðrún Baldursdóttir og Kristrún Rut Antonsdóttir fóru sl. haust á vegum International Experienceskiptinemasamtakana á vit ævintýranna. Þær hafa staðið sig vel í körfunni og vakið athygli þarna ytra svo um er skrifað í staðarblöðunum.

Jóna Guðrún Baldursdóttir er í Mayville í Michigan ríki og spilar þar með skólaliðinu, aðalega sem framherji og gengur rosa vel. Jóna er stigahæst liðsfélaganna og þykir öflug á vinstri hendina. Þessi frammistaða rataði í Michigan Live staðar-fréttirnar og má lesa skemmtilega grein um hana og viðtal við hana og þjálfara liðsins hér.

Kristrún Rut var í viðtali hér fyrir jólin en hún er í Dumfries í Virgina þar sem hún spilar með skólaliðinu sínu Potomac Panters. Eftir henni er tekið á vellinum fyrir sína frammistöðu einnig og staðarblað í Dumfries setti inn smá grein um Kristrúnu Rut núna í byrjun árs (sjá hér).

International Experience samtökin hafa starfað í fjölda ára og eru með skiptinema í fjölmörgum löndum. Hinn geðþekki körfuboltafrömuður og KR-ingur Sigurður Hjörleifsson veitir samtökunum forstöðu hér á landi ef einhver myndi vilja upplifa ævintýri í öðru landi í 1 ár.