Hamars stúlkur skutust í Borgarnes í gær og gerðu góða ferð þar sem þær hristu af sér rikið frá Valsleiknum og unnu heimastúlkur 61-79.  Þrátt fyrir slaka byrjun Hamars og góða byrjun Skallagríms þá létu okkar stelpur ekki slá sig út af laginu. Skallagrímur komst í 9-0 og 15-6 en næstu 15 stig voru Hamars og eftir það ekki aftur snúið.  Stelpurnar eru því með 20 stig eftir 10 leiki í deildinni.

Stigahæstar í Borgarnesi voru Marín með 20 stig, Dagný Lísa 17 stig og Íris 13 en alls skoruðu 8 leikmenn Hamars stigin 79 í gær.