Hamarsdrengir lutu lægra haldi fyrir Haukum í Hafnarfirði í gær 101-95 þar sem arfaslök byrjun segir allt sem segja þarf. Haukar leiddu 30-8 eftir 1.leikhluta og púðrið fór svo í að minnka muninn allan tímann og varð munurinn minnstur 6 stig (lokastaðan). Sérfræðingum ber ekki alveg saman um hvort liðið er með betri innbirgðis úrslit en Hamar vann hér heima í fyrri umferð, einnig með 6 stigum (82-76) þannig að jafnara getur þetta ekki orðið. Haukar tóku 2.sætið af okkur í kjölfarið með 16 stig en Hamar á þó leik til góða gegn Þór Akureyri og er með 14 stig í 3ja sæti.

Stigahæstir hjá okkur voru þeir Hollis með 29 stig, Þorsteinn Már með 24, Halldór Gunnar með 16 stig en aðrir minna. Nánari tölfræði úr leiknum hér.