Hamars strákar lágu fyrir skotglöðu lið i FSu á föstudaginn, 101-87 á Selfossi þar sem okkar menn sáu á eftir 2 stigum með slælegri byrjun. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 34-14 og ekki skal af FSu drengjum tekið að þeir hittu óhemju vel utan teigs, skoruðu í allt 17 3ja stiga og þegar á reyndi fékk Hollis 5. villu sína í 4. leikhluta og FSu silgdi sigrinum heim eins og áður sagði. Stig okkar settu Hollis 27/9 frák. Örn 26/8 frák. Þorsteinn Már 14, Oddur 10, Lárus 8 og Raggi 2.

Stelpurnar unnu svo á laugardaginn mikilvægan sigur á KFÍ sem er eina lið 1.deildar með útlending en það kom ekki að sök. Staðan eftir fyrstaleikhluta var 15-19 fyrir gestina en Hamar var yfir í hálfleik 37-32. Hamar vann síðari hálfleikinn 39-25 og höfðu að lokum 19 stiga sigur, 76-57 þar sem fyrriliðinn Íris Ásgeirs fór fyrir sýnu liði með frábærum leik og setti ma. flautu þrist í lok 3ja leikhluta. Íris setti 22 stig/10 fráköst og stal 5 boltum, Marín var með 16 stig og 15 fráköst, Jenný setti 16 stig einnig og Dagný 15 stig og 9 fráköst. Katrín var með 4, Helga Vala 2 og Álfhildur setti 1 stig en tók 7 fráköst og var með 6 stoðsendingar.