Íþrótta- og fjölskyldudagur Íþróttafélagsins Hamars og Hvergerðisbæjar tókst mjög vel síðastliðinn föstudag og voru fjölmargar fjölskyldur sem lögðu leið sína í Hamarshöll til að skemmta sér í leikjum, þrautum og íþróttum saman. Mikil ánægja var með daginn og verður fjölskyldudagurinn endurtekinn aftur í haust.

Gísli Páll Pálsson, framkvæmdarstjóri þvottahúss Grundar og Áss og Pálína Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri, færðu íþróttafélaginu Hamri veglega boltagjöf og tók Hjalti Helgason formaður Hamars við gjöfinni og færði þeim þakkir fyrir.

Stjórn Hamars og míf nefnd Hveragerðisbæjar þakka þjálfurum íþróttafélagsins og golfklúbbsins fyrir þeirra störf og öllum gestum sem lögðu leið sína í höllina. (sjá nánar heimasíðu Hveragerðisbæjar).