Entries by

Knattspyrnumaður Hamars 2013.

Björn Metúsalem Aðalsteinsson   Hefur verið útnefndur sem:   Knattspyrnumaður Hamars árið 2013   Björn byrjaði að spila með Mfl Hamars árið 2009. Hann hefur því leikið fimm tímabil með flokknum, spilað 101 leik og verið markmaður liðsins.   Hann var einn af lykilmönnnum liðsins árið 2013, spilaði alla leiki liðsins í deild og bikar […]

Minning um Sigga

Sigurður Guðmundsson blakfélagi okkar Hamarsmanna lést þann 12. febrúar, eftir snarpa baráttu við krabbamein. Er þetta fyrsta skarðið sem hoggið er í hóp þeirra ágætu blakara sem stundað hafa íþróttina í Hveragerði undanfarin 20 ár.   Blakdeild Hamars í Hveragerði var stofnuð árið 1993 og á fyrstu árum deildarinnar komu til liðs við okkur hjónin Sigurður […]

Firma og hópakeppni knattspyrnudeildar Hamars.

Firma- og hópakeppni knattspyrnudeildar Hamars verður leikin laugardaginn 22. mars í Hamarshöllinni í Hveragerði. Það er alltaf gott veður í Hamarshöllinni og er hitastigið þar eins og á mildu vorkvöldi í Suður Evrópu.  Nú er tækifæri fyrir lið, hópa og bara hverja sem er til að koma saman og leika fótbolta við bestu aðstæður á Suðurlandi.    Fyrirkomulag […]

Dregið í Borgunarbikar karla

Búið er að draga í fyrstu tvær umferðir í Borgunarbikar karla. Fyrsta umferðin fer fram laugardaginn 3. maí en önnur umferðin er á dagskrá tíu dögum síðar. Hamar fékk heimaleik á móti Snæfell sem spilaður er laugardaginn 3. maí.  Ef Hamar slær út Snæfell fáum við annan heimaleik þriðjudaginn 13. maí á móti KFR eða […]

Aðalfundur aðalstjórnar Hamars verður haldinn 23. febrúar klukkan 14:00

 Íþróttafélagið Hamar heldur aðalfund í Grunnskólanum í Hveragerði sunnudaginn 23. febrúar 2014 kl. 14.00 Fundarefni: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.2. Skýrsla stjórnar.3. Reikningsskil.4. Venjuleg aðalfundarstörf.5. Önnur mál.6. Verðlaunaafhending og lýst kjöri íþróttamanns Hamars.7. Kaffiveitingar í boði Hamars. Verið velkomin Stjórnin

Dósasöfnun Fimleikadeildar Hamars

Næsta laugardag, 18. janúar kl. 11 fer fimleikadeildin í dósasöfnun hér í bænum og eru allir sem vettlingi geta valdið eru beðnir um að mæta í áhaldahús bæjarins (við hliðina á slökkvistöðinni) á þessum tíma. Krakkarnir fara í hús og biðja um dósir/plastflöskur/glerflöskur en foreldrar þurfa bæði að keyra þau og sjá um að telja þetta […]