Entries by

Körfuknattleiksfólk heiðrað

Hveragerðisbær heiðraði íþróttafólk bæjarins milli hátíða og er KKd. Hamars stolt af þvíað Dagný Lísa Davíðsdóttir og Ragnar Nathanaelsson fengu viðurkenningar fyrir sýna íþrótt.  Ragnar hefur brotið sér leið í A-landslið karla eftir gott uppeldi hér í Hveragerði og spilar í vetur með nágrannaliði okkar Þór í efstu deild.  Dagný Lísa lék með U-16 ára […]

Gunnar Björn aðstoðar Ingólf og nýir leikmenn.

Hamri hefur hlotist mikill og góður liðstyrkur.  Fyrst ber að nefna Gunnar Björn Helgason sem mun vera aðstoðarþjálfari Ingólfs Þórarinssonar.  Gunnar Björn er markmaður og kemur frá HK og mun hann alfarið sjá um markmanns þjálfun. Því má bæta við að Gunnar Björn á fjölda unglingalandsliðsleiki að baki.  Næst ber að nefna Mario Torres Ferreira, […]

Hamar HSK meistari

Unglingamót HSK í badminton var haldið í Hveragerði laugardaginn 14. desember síðastliðinn. Keppendur voru 29 talsins frá þremur félögum; Garpi, Hamri og Umf. Þór. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim. Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistara titilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með […]

Hamars stúlkur í landsliðshóp KKÍ

Tvær ungar stúlkur úr Hamri eru valdar til æfinga með U-18 ára landsliði Íslands í körfubolta. Þetta eru þær Dagný Lísa Davíðsdóttir og Katrín Eik Össurardóttir sem eru í 20 manna æfingarhóp sem Finnur Jónsson hefur valið en honum til aðstoðar er Árni Þór Hilmarsson.  Æfingar eru yfir hátíðirnar þannig að ekkert verður slakað á […]

Hamarinn 05.12.2013

 Hér er nýjasta útgáfan af Hamrinum, áhugasamir geta haft samband við Ævar 698 3706, Guðmund Þór 896 4368, Steinar 897 6220 eða haft samband í gegnum tölvupóst hamarinnaugl@gmail.com http://issuu.com/egumbrot/docs/hamarinn-05.12.2013

Strembin vika hjá blökurum

Hamar sendi tvö kvennalið til leiks í HSK mótinu að þessu sinni. B-liðið lék á Hvolsvelli mánudaginn 25. nóv. og A-liðið lék í Hveragerði  miðvikudaginn 27. nóv.   Bæði lið áttu góða spretti og situr A-liðið í efsta sæti ásamt Dímon og UMFL1, sem öll eru með 7 stig.  Verður spennandi að fylgjast með seinni […]

Íslandsmót í Stökkfimi 2013

Alls tóku 16 keppendur frá Hamri þátt á Íslandsmóti í Stökkfimi sem fram fór síðustu helgi í Dalhúsum, Grafarvogi í umsjá Fjölnis. Keppendur frá Hamri voru á aldrinum 9-16 ára. Tvær stúlkur í 9 ára B, sex stúlkur í 10 ára B, tvær stúlkur í 11 ára B, ein stúlka í 12 ára B, tvær […]

Hamars stúlkur með sigur

Það var öruggur sigur okkar stúlkna í Dominos deildinni í kvöld, en ekki þó fyrirhafnar laus. Loka staðan 57-73 og Hamar komið í 4. sæti deildarinnar en með sama stigafjölda og Valur og  Grindavík eða 10 stig. Það var góð byrjun í kvöld hjá Hamri sem komust í 0-9 en Grindavíkur stúlkur gáfu ekki svo […]

Logi Geir nýr leikmaður Hamars.

Hamarsmenn halda áfram að bæta leikmönnum í hópinn sinn.  Logi Geir Þorláksson hefur skrifað undir félagaskipti frá Árborg. Logi Geir er fæddur árið 1994 og spilar sem framherji. Logi Geir lékk 9 leiki fyrir Árborg á síðasta tímabili.    Ingólfur og Logi Geir. Við bjóðum Loga Geir velkominn í Hamar.

Hamar 86 – Keflavík 91

Hamar vs. Keflavík á sunnudagskvöldi og blíðviðri utan dyra en innan veggja í litlu Frystikistunni var engin lognmolla. Fjörugur leikur sem bauð upp á skotsýningu af bestu gerð, jafnan leik, fjölda þrista , mikið skor, virka áhorfendur, dómara- og leikmannamistök og drama eins og gengur. Svo fór að lokum að Keflavíkur-stúlkur hirtu sigurinn á síðustu […]