Hamri hefur hlotist mikill og góður liðstyrkur.  Fyrst ber að nefna Gunnar Björn Helgason sem mun vera aðstoðarþjálfari Ingólfs Þórarinssonar.  Gunnar Björn er markmaður og kemur frá HK og mun hann alfarið sjá um markmanns þjálfun. Því má bæta við að Gunnar Björn á fjölda unglingalandsliðsleiki að baki.

photo 1

 Næst ber að nefna Mario Torres Ferreira, Mario kemur frá Stálúlfi og er fæddur 1981.  Mario getur spilað bæði bakvörð og vængmann.

photo 2

 Að lokum er það Mateusz Tomasz Lis, Mateusz kemur líka frá Stálúlfi og er fæddur 1992.  Mateusz getur leist margar stöður en er þó aðallega framarlega á vellinum.

photo 3