Posts

Á morgun föstudag kl:19:15 munu okkar drengir etja kappi við lið Breiðabliks og fer leikurinn fram í Smáranum í Kópavogi. Blikar unnu góðan sigur á Skagamönnum í fyrstu umferð. Okkar piltar sigruðu Val 83-71. Hamar og Breiðablik hafa í gegnum tíðina spilað marga spennandi leiki og það verður örugglega svoleiðis á morgun.

Þegar úrslit síðustu ára eru skoðuð eru Blikar með vinninginn á heimavelli. Úrslit leika í síðustu þremur heimsóknum okkar í Smárann, tímabilið 2012/2013 Blikar sigra 102-92. 2013/2014 78-81 sigur Hamars og á síðasta tímabili sigur Blika 80-65 en þetta er bara til gamans gert og nú ætla strákarnir sér ekkert annað en sigur.

Í okkar liði eru tveir fyrrum Blikar Stálhamarinn Þorsteinn Gunnlaugsson kom til okkar frá Breiðabliki í sumar og var mikill fengur fyrir Hamar að fá þennan mikla baráttuhund. Fyrirliðinn okkar Halldór Gunnar spilaði upp alla yngri flokkana hjá Breiðabliki en er mikill Hamarsmaður í dag enda að spila sitt fjórða tímabil í frystikistunni.

Fjölmennum í Smárann á morgun kl: 19:15 og styðjum strákana í baráttunni.

Mynd: Stálhamarinn og Formaðurinn verða mættir í Smárann á morgun 🙂

Áfram Hamar!

Í gær var dregið 32-liða úrslit Poweradebikarsins hjá körlunum en drátturinn fór fram í  íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Okkar strákar voru auðvita í skálinni góðu og fengu útileik við Álftanes sem spilar í 2.deild.

30. október til 3. nóvember eru áætlaðir leikdagar en það verður auðvita auglýst síðar.

Minnum á leikinn hjá stelpunum í kvöld í frystikistunni kl: 19:15 þegar blikarstelpur koma í heimsókn.

Áfram Hamar.

Hamarsmenn kíktu í Vodafone-höllina á fimmtudagskvöldið og léku við heima menn í Val.
Það er óhætt að segja að leikurinn hafi verið sveiflukenndur þar sem liðin skiptust á að gera áhlaup hvort á annað.

Leikurinn fór jafnt af stað og leiddu Hamarsmenn 4-5 þegar tvær mínútur voru liðnar af leiknum. Valsmenn hættu þó að setja skotinn sín og gegnu Hamarsmenn á lagið og tóku 8-0 sprett 4-13. Í þeirri stöðu fékk Danero sótta villu á Snorra en í leiðinni tæknivillu á sjálfan sig og tók því Ágúst þjálfari Vals leikhlé. Hamarsmenn létu kné fylgja kviði og kláruðu leikhlutann sterkt með lokaskoti frá Halldóri sem setti þrist niður á sama tíma og flautan gall, staðn 10-24 og litu Hamarsmenn vel út. Halldór var ekki búinn að segja sitt síðasta með þessu skoti því hann setti tvo þrista í byrjun annars leikhluta og leiddu Hamarsmenn með 20 stigum 12-32. En þá tók við skelfilegur kafli, Sömu menn og virtust ætla að ganga frá Valsmönnum breytust í litla stráka sem gerðu mistök líkt og byrjendur var að ræða, vörnin hrundi líkt og spilablokk og enginn trú var í skotunum. Valsmenn minnkuðu muninn niður í 4 stig 28-32 og útlitið ansi svart. Þeir náðu þó aðeins að berjast undir lok hálfleiksins og staðan 34-39 Hamri í vil.

Síðari hálfleikur fór vel af stað og aftur voru Hamarsmenn mættir til leiks með Julian Nelson í broddi fylkingar. Örn Sigurðsson setti síðan niður 3 stiga körfu og Julian einnig og staðan kominn aftur uppí 19 stig, 40-59. Valsmenn löguðu þó stöðunna örlítið fyrir lokaleikhlutann og staðan 50-64. Hamarsmenn virtust ætla að sigla þægilegum sigri í höfn en þeir héldu 15 stiga forskoti þegar 7 mínútur voru til leiksloka 60-75. En þá gerðist aftur eitthvað sem engum gat dottið í hug að gæti skeð. Menn fóru að kasta boltanum frá sér hægri vinstri og skrefa og alls konar tapaðir boltar fengu að lita dagsins ljós. Það var svo þegar að ein og hálf mínúta var til leiksloka að maður var farinn að sjá tapið. Bjartmar fékk þá dæmd á sig skref aðra sóknina í röð og lét óánægju sína bitna á greyið boltanum sem ekkert hafði gert, við það uppskar hann tæknivillu og þar með sína fimmtu villu, afar vandræðalegt hjá Bjartmari. Danero setti vítið niður og staðan skyndilega orðin 71-77, Valsmenn reyndu þrist en skotið hjá Benedikt leikmanni Vals geigaði, sem kom þó engum í opna skjöldu þar sem hann hafði einungis hitt einu skoti utan af velli í 12 tilraunum, og Hamarsmenn áttu innkast. Nú gat maður andað léttar, eða það hélt maður að minnsta kosti, en Nei, Þorsteinn kastaði í gegnum klofið á Erni og útaf og því áttu skyndilega Valsmenn innkast og aftur komnir inní leikinn. Valsmönnum tókst þó ekki að nýta sóknina og sluppu Hamarsmenn með skrekkinn í þetta skiptið. Endaði leikurinn með 12 stiga sigri 71-83. Margir hlutir þurfa að lagast ef ekki á illa að fara æi næsta leik, vörnin var ekki til staðar og megum við þakka fyrir hræðilega skotnýtingu hjá Valsmönnum sem hittu einungis úr 3 skotum í 33 tilraunum utan af velli. Þó má ekki gleymast að líta á jákvæðu hliðarnar í leik Hamars en þeir spiluðu fínan sóknarleik á köflum og ekki er hægt að saka alla um lélegan varnarleik.

Bestur í liði Hamars var Þorsteinn með 12 stig og 23 fráköst, næstur var Julian Nelson með 29 stig og 5 fráköst, en hann þarf þó aðeins að bæta leik sinn, Halldór skilaði fínum mínútum í sóknarleiknum og skoraði 15 stig, Gaman var að sjá Örn koma til baka en hann átti fína kafla í leiknum og endaði með 11 stig og 6 fráköst, Snorri spilaði fína vörn og ekkert hægt að setja út á hann, en hann meiddist undir lok leiks og óskum við honum skjóts bata. Bjartmar átti ekki sinn besta dag og var hann að tapa boltanum of mikið, þó gerði hann vel í að finna samherja sína á köflum og skilaði hann 6 stoðsendingum, aðrir sem komu af bekknum voru fínir, þó þarf meiri grimmd og ákefð í menn fyrir næsta leik sem er á föstudaginn næsta gegn Blikum úti.

Hamarsstrákarnir byrja Íslandsmótið í 1. deildinni á morgun. Þeir byrja á erfiðum útivelli við Val á Hlíðarenda. Leikurinn á morgun byrja kl: 19:30 um að gera að fjölmenn í Vodafonehöllina og styðja strákana. Átta lið leika í 1. deildinni í vetur og er leikinn þreföld umferð sem gera 21 leik á lið. Fyrsta sætið fer beint upp og lið tvö til fimm fara í úrslitakeppnina.

Heimsíðan tók Ara þjálfara tali í dag og hentum á hann nokkrum spurningum en Ari tók við liðinu í sumar af Braga Bjarnasyni sem var spilandi þjálfari.

Viðtalið við Ara hér að neðan

Hvernig leggst veturinn í þig?

Veturinn leggst vel í mig, liðið hefur æft af krafti síðustu vikurnar og erum við að verða klárir í baráttuna.

Við erum aðeins á eftir áætlun með suma hluti en ég tel strákana vera klára í fyrsta leik.

 

Hvernig hefur undirbúningstímabilið gengið?

Undirbúningstímabilið hefur gengið ágætlega liðið tók þátt í Greifamótinu á Akureyri og vann það mót.

Liðið notaði Greifamótið á Akureyri til að þjappa liðinu saman, liðið borðaði frábæran mat saman á laugardagskvöldinu ala Lalli formaður :o) og var þessi ferð í alla staði vel hepnuð.

Liðið hefur bara spilað æfingaleiki við úrvalsdeildarlið á undirbúningstímabilinu að þessu sinni og hefur gengið þokkalega.

 

Hvernig verður liðið skipað í vetur og eru miklar breytingar á liðinu frá síðasta tímabili?

Það hafa verið miklar breytingar frá síðasta tímabili þeir strákar sem komu frá Laugarvatni hættu leik með Hamri fyrir þetta tímabil og Bragi sem var spilandi þjálfari.

Örn Sig hefur tekið fram skóna að nýju og er mikill fengur í honum fyrir liðið og rífur hann upp meðalhæð liðsins.

Þorsteinn Gunnlaugsson kom frá Breiðablik og eru vandfundnir aðrir eins hörkutól eins og Stálmaðurinn sjálfur.

Kristinn Ólafsson kom frá Val og er þar á ferð mikill baráttu hundur og góður drengur enda frá Patreksfirði.

Hjalti Ásberg Þorleifsson kom frá Skallagrím og er þar á ferð ungur og efnilegur strákur sem á bjarta framtíð fyrir sér.

Sigmar Logi Björnsson kom frá Augnablik og er þar á ferð fjölhæfur drengur.

Julian Nelson er okkar erlendi leikmaður í vetur og hefur hann dottið vel inní þá hluti sem við erum að gera og líkar strákunum vel við drenginn og er það mikilvægt að Julian aðlagist vel samfélaginu í Hveragerði og hvet ég fólk í Hveragerði að taka vel á móti honum, og jafnvel vinka honum á götum bæjarins :0)

 

Hvert er markmið liðsins í vetur?

Liðið hefur ekki sest niður og sett sér ákveðið markmið fyrir veturinn en ég sé Hamar ofarlega í deildinni eftir veturinn.

 

Fyrsti leikur er útileikur gegn Val hvernig leggst hann í þig?

Það er gaman að mæta mínum gömlu félögum og Gústa sem er góður félagi minn í fyrsta leik og er smá spenningur í mér fyrir þennan leik.

Við förum í þennan leik fullir tilhlökkunar og ákveðnir í að vinna leikinn eins og við förum í alla leiki í vetur.

 

Eitthvað að lokum?

Mig langar að biðja fólk að fjölmenna í stúkuna í vetur og styðja Hamar í þeirri baráttu sem við eigum fyrir höndum.

Áhorfendur eru alltaf mikilvægur partur af stemmningu hvers liðs og ef það er góð stemning á pöllunum er góður stemmari í strákunum :o)

Áfram Hamar!

Hamarsstelpur hefja leik í Domino´s-deild kvenna í kvöld en stelpurnar heimsækja Grindavíkurstelpur. Leikurinn hefst kl: 19:15 og fyrir þá sem ekki komast geta fylgst með gangi leiksins hér http://www.kki.is/widgets_home.asp

Á árlegum kynningarfundi fyrir Domino´s -deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í gær var birt spá af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna líkt og venjan er við upphaf hvers tímabils. Ekki er Hamarsstelpum spáðu góðu gengi en þær ætla auðvita að afsanna þessa spá. Liðið hefur vissulega gengið í gegnum miklar breytingar frá síðasta tímabili og misst nokkrar sterkar stelpur en einnig hafa komið til félagsins sterkir leikmenn.

Spáin fyrir Domino´s-deild kvenna:
1. Keflavík 174 stig
2. Snæfell 146 stig
3. Grindavík 138 stig
4. Valur 138 stig
5. Haukar 100 stig
6. KR 72 stig
7. Breiðablik 49 stig
8. Hamar 47 stig

Mynd: karfan.is sem var tekin af fulltrúum félaganna á fundinum í gær.

Íþrótta- og fjölskyldudagur Íþróttafélagsins Hamars og Hvergerðisbæjar verður föstudaginn 3. október næstkomandi frá kl. 16:30 – 18:30.
Deildir Hamars kynna starfsemi sína.
Nú skemmtum við okkur saman í íþróttum öll fjölskyldan!

Kl. 16:30 – Stutt kynning á starfi Hamars og golfklúbbnum

Boltagólf
– 16:45 – Brennó og/eða skotbolti á boltagólfi
– 17:10 – Körfubolti og skotkeppni á boltagólfi
– 17:45 – Badminton og blak, leikir og þrautir, á boltagólfi

Gervigras
– 16:45 – Kýló og boltaþrautir á gervigrasi
– 17:10 – Fótbolti og þrautir á gervigrasi

Púttvöllur
– 16:45 – Réttu handtökin kennd við sveifluna
– 17:10 – Púttmót

Ingó Veðurguð kemur og skemmtir okkur
Andlitsmálning verður í boði fyrir börnin

Allir velkomnir.

Hamarsstrákarnir tóku þátt í Greifamótinu á Akureyri um helgina en auk okkar drengja tóku þátt fyrstu deildar liðin Höttur og heimamennirnir í Þór.

Á föstudagskvöldið mættu strákarnir Hetti og voru þeir eitthvað seinir í gang eftir bílferðina norður. Hattarmenn leiddu til að byrja með en um miðbik annars leikhluta tóku Hamarsmenn góðan sprett og leiddu 39-32 í hálfleik. Í seinni hálfleik var bara eitt lið á vellinum og lönduðu okkar strákar góðum 87-64 sigri. Bandaríkjamaðurinn Julian Nelson spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagði í þessum leik og komst vel frá sínu, enda ekki búin að ná einni æfingu með liðunu þar sem hann kom til landsins á föstudagsmorgun. Stigahæstir í leiknum voru Þorsteinn Gunnlaugsson 16 stig og örugglega vel yfir 15 fráköst þó ekki hafi verið tekið statt, varafyrirliðinn Snorri Þorvaldsson 15 stig og Bjarni Rúnar Lárussson 14 stig en hann er að koma aftur inn eftir meiðsli.

Á laugardeginum mættu Hamarsmenn heimamönnum í Þór og aftur voru okkar drengir seinir í gang en voru þó níu stigum yfir í hálfelik 40-31. Ari þjálfari hefur eitthvað sagt gott við strákana í hálfleik því þeir gjörsamlega kjöldrógu heimamenn í seinni hálfleik en Hamar vann seinni hálfleikinn 52-17 og leikinn 92-54. Stighæstir í þessum leik voru Julian Nelson 22 stig, fyrirliðinn Halldór Gunnar Jónsson 21 stig öll í seinni hálfleik og Kristinn Ólafsson setti 15 stig og barðist mjög vel.

Allir níu leikmenn liðsins sem fóru á mótið fengu að spila og komust vel frá sínu og það sýnir breiddina í liðinu að þrír stigahæstumennirnir eru ekki þeir sömu í þessum tveimur leikjum.

Óskum strákunum til hamingju með sigurinn á Greifamótinu og nú halda þeir undirbúning sínum áfram en rúmar þrjár vikur eru í að Íslandsmótið byrji.

ÁFRAM HAMAR!

KKd. Hamars hefur samið við Bandaríkjamanninn Julian Nelson. Nelson kemur úr Coker Háskólanum og getur spilað nokkrar stöður á vellinum og er sagður mikill skorari. Bundnar eru miklar vonir við kappann sem lendir á klakanum næstkomandi föstudag.

Hann var í byrjunarliði Coker Háskólans alla 28 leikina á síðustu leiktíð og var með 19 stig að meðaltali í leik. Hann skoraði 20 stig eða meira í 16 af þessum 28 leikjum og er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í sögu Coker Háskólans. Smá svona til gamans fyrir þá sem hafa áhuga á tölfræði þættinum.

Fyrsti leikur Nelson verður væntalega strax á föstudagskvöld en Hamrsstrákarnir eru á leið norður á Greifamótið og spila þar þrjá leiki um næstu helgi. Fyrsti leikur í Íslandsmótinu verður svo 10. október á mót Val á Hlíðarenda.

Körfuknattleiksbúðir Hamars verða haldnar í Frystikistunnu í Hveragerði samhliða bæjarhátiðna Blómstrandi dagar. Búðirnar verða föstudag til sunnudags og er reynt að hafa tímasetningar þannig að allir geti upplifað sem mest af þessari skemmtilegu helgi.

Tímasetningar eru þessar:

Föstudagur
Kl 16.00-18.00 krakkar fæddir 2006-2003
Kl 18.00-20.00 krakkar fæddir 2002-1999
Laugardagur
Kl 10.30-13.00 krakkar fæddir 2006-2003
Kl 16.30-19.00 krakkar fæddir 2002-1999
Sunnudagur
Kl 10.30-13.00 krakkar fæddir 2006-2003
Kl 13.00-15.30 krakkar fæddir 2002-1999
Þrír þjálfarar munu koma í heimsókn og stjórna æfingum auk þess sem von er á góðum gestum í heimsókn.
Skráningar í búðirnar eru í netfang: dadist14@gmail.com eða í síma 690-1706

KKd. Hamars hefur borist góður liðstyrkur fyrir átökin í 1.deild karla á komandi tímabili. Þorsteinn Gunnlaugsson hefur sammið við Lárus Inga og félaga í Hamri en Þorsteinn hefur undangegnin tímabil verið einn af öflugustu mönnum Breiðabliks í 1.deildinni og spilar jafnan sem framherji. Þorsteinn var með 14.5 stig og 5,7 fráköst að meðaltali sl. vetur og verður án efa góður liðstyrkur fyrir Hvergerðinga.

Á meðfylgjandi mynd eru samningar handsalaðir og bæði Þorsteinn og Lárus Ingi í keppnisgallanum 🙂