Hamarsstelpur hefja leik í Domino´s-deild kvenna í kvöld en stelpurnar heimsækja Grindavíkurstelpur. Leikurinn hefst kl: 19:15 og fyrir þá sem ekki komast geta fylgst með gangi leiksins hér http://www.kki.is/widgets_home.asp

Á árlegum kynningarfundi fyrir Domino´s -deildirnar sem haldin var í Laugardalshöllinni í gær var birt spá af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna líkt og venjan er við upphaf hvers tímabils. Ekki er Hamarsstelpum spáðu góðu gengi en þær ætla auðvita að afsanna þessa spá. Liðið hefur vissulega gengið í gegnum miklar breytingar frá síðasta tímabili og misst nokkrar sterkar stelpur en einnig hafa komið til félagsins sterkir leikmenn.

Spáin fyrir Domino´s-deild kvenna:
1. Keflavík 174 stig
2. Snæfell 146 stig
3. Grindavík 138 stig
4. Valur 138 stig
5. Haukar 100 stig
6. KR 72 stig
7. Breiðablik 49 stig
8. Hamar 47 stig

Mynd: karfan.is sem var tekin af fulltrúum félaganna á fundinum í gær.