Entries by

Hamar vann Suðurlandsslaginn

Hamar og Fsu áttust við í hörkuleik síðastliðið mánudagskvöld. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en verið var að berjast um annað sæti deildarinar, sem gefur heimavallarétt í umspili um sæti í Úrvalsdeild. Liðin voru hnífjöfn í byrjun leiks, þar sem amerískir leikmenn liðanna fóru hamförum, Pryor hjá Fsu og Julian hjá Hamri. Staðan […]

Hattarmenn einfaldlega betri

Toppslagur var í frystikistunni í Hveragerði, þegar Höttur frá Egilsstöðum kom í heimsókn. Liðin í fyrsta og þriðja sæti að mætast og mikið undir. Heimamenn í Hamri byrjuðu mun betur og leiddu 15-5 eftir 3 mínútur, og síðan 21-14, þá skelltu Hattarmenn í svæðisvörn sem Hamri gekk illa að leysa. Austann menn fóru að setja […]

Ara sagt upp, Hallgrímur tekur við

Stjórn körfuknattleiksdeildar Hamars hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við Ara Gunnarsson þjálfara meistaraflokks karla. Körfuknattleiksdeild Hamars vill þakka Ara fyrir samstarfið og óska honum velfarnaðar á nýju ári. Hallgrímur Brynjólfsson mun taka við liðinu út tímabilið ásamt því að stýra kvenna liði félagsins og mun Oddur Benediktsson verða honum til aðstoðar.

Sýnd veiði, reyndist gefinn

Ísfirðingar mættu borubrattir til Hveragerðis í kvöld eftir að hafa nælt í sinn annan sigur gegn Val í síðustu umferð, Hvergerðingar voru þó ekki að stressa sig á því enda höfðu Hamarsmenn unnið þrjá leiki í röð, og sex af síðustu sjö leikjum sínum. Liðin byrjuð nokkuð jafnt, en það voru þó gestirnir sem leiddu […]

Hamar á toppinn

Hamar og ÍA áttust við í frystikistunni í kvöld. Leikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðin á að taka forustuna. Hamarsmenn sem sátu í öðru sæti fyrir leikinn þurftu nauðsynlega á sigri að halda í toppbaráttunni, en sömu sögu má segja af Skagamönnum sem voru í þriðja sætinu. Eftir fyrsta leikhluta leiddu gestirnir af […]

Brotthætt Hamarslið Slapp með Skrekkinn

Hamarsmenn kíktu í Vodafone-höllina á fimmtudagskvöldið og léku við heima menn í Val. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi verið sveiflukenndur þar sem liðin skiptust á að gera áhlaup hvort á annað. Leikurinn fór jafnt af stað og leiddu Hamarsmenn 4-5 þegar tvær mínútur voru liðnar af leiknum. Valsmenn hættu þó að setja […]

Hamar slátraði Hetti

Höttur frá Egilsstöðum mætti í frystikistunna í Hveragerði í kvöld. Höttur sem sat í 3 sæti fyrir leikinn mátti ekki við því að missa af stigunum en þeir reyna að halda í heimavallaréttinn fyrir úrslitakeppnina. Hamarsmenn voru þó í 8.sæti og þurftu stigin tvö í baráttunni um það fimmta. Fyrsti leikhluti fór vel af stað […]

Spennuþrunginn sigur á Val

Frystikistan var vel mönnuð í kvöld þegar að Hamar og Valur mættust í Dominosdeild kvenna í kvöld. Fjögur stig skildu liðin að fyrir leikinn, og því var að duga eða drepast fyrir heimastúlkur ætluðu þær sér að gera tilkall til fjórða sætisins. Leikurinn fór fjörlega í gang og var mikill skemmtun að horfa á liðin. […]

Þrír fulltrúar frá Hamri

Um helgina verður leikið í stjörnuleikjum dominos deildanna í körfuknattleik karla og kvenna. Hamarsstúlkur eiga þrjá fulltrúa um helgina, en það eru Fanney Lind, Marín Laufey, og Di’Amber Johnson sem munu leika fyrir dominos-liðið. Leikið verður í Ásgarði í garðabæ og hefst hátíðin kl 13:00. Dagskrá líkur síðan kl 17:00, beint eftir síðari hálfleik karla, […]